Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
því, að karlmennirnir skara
fram úr okkur í öllu, nema því
að ala börn.
Innan verndarveggja heim-
ilisins hefir konum verið neit-
að um hina miklu blessun
mannlífsins — nauðsynina á
því að vinna fyrir sér. En þetta
er meira virði en öll önnur
réttindi til samans; því að með
því er maðurinn neyddur til að
leggja sig allan fram. Honum
er kennt það, að hann verði að
þroska sig og vinna, til þess að
hann og kona hans svelti ekki.
Enkonunnier einungis kennt að
leggja stund á það, sem fellur
manninum í geð, annars mundi
hún svelta, vegna þess að hann
kærir sig ekki um að sjá fyrir
henni. Af þessari einföldu en
veigamiklu ástæðu hafa karl-
mennirnir orðið framleiðend-
urnir, stjórnendurnir, og jafn-
vel lík listamennirnir.
Það er satt, að á heimilunum
vinna margar konur eða verða
að vinna. En þær haga vinn-
unni eftir eigin geðþótta. Þær
komast hjá því erfiði að beita
huganum alltaf við sama starf-
ið, klukkustundum saman og
oft ár eftir ár, hina miklu
áreynsla erfiðrar skapandi
hugsunar, hinn miskunnar-
lausa aga þjóðfélagsskipunn-
arinnar. Ég hefi bæði unnið
utan heimilisins og verið hús-
móðir, og ég veit, að það er
margfalt leiðinlegra og erfið-
ara að vinna úti heldur en að
vinna heimilisstörfin. Að þrífa
til, elda mat og gæta barna er
leikur einn hjá öryggisleysi
hinnar frjálsu samkeppni. Því
að innan heimilisins venst kon-
an á að flökta frá einu til ann-
ars, og hún gleymir eða lærir
aldrei, hvernig hún á að ein-
beita huganum, þar sem hún
getur alltaf treyst forsjá ann-
ars verður hún löt, ekki ein-
ungis líkamlega heldur einnig
svo andlega löt, að þegar börnin
eru vaxin upp og hinum venju-
legu heimilistörfum er lokið, er
hún óhæf til alls annars.
Ég ásaka hana ekki, þó að
hún verði ,,púðurkerling.“ Það
er furðulegt, að hún skuli halda
fullum sönsum. Ég hygg, að ef
,,púðurkerling,“ sem hefir eng-
an húsbónda til þess að segja
sér fyrir verkum, engar skrif-
stofureglur, sem neyða hana til
starfs, enga fjárhagsörðuleika,
ekkert félagslegt aðhald, sem
sem hvetur hana, getur þrátt
fyrir þetta verið sinn eiginn
verkstjóri og unnið sér eitthvað