Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 21
BÓKAGERÐ
19
kringum árið 1450. Skerfur
Gutenbergs í listinni var sá, að
hann fann upp aðferð til að
steypa lausaletur, sem hægt var
að raða saman og búa þannig
til iínur og síður. Á hálfri öld
breiddist prentlistin út um alla
Evrópu, og til íslands kom hún
um 1540.
Við hugsum okkur bókmennt-
irnar aðeins prentaðar, af því
að flestar bækur, sem við höf-
um séð, fornar og nýjar, eru
prentaðar. En saga bókmennt-
aima fyrir daga Gutenbergs er
að minnsta kosti tíu sinnum
lengri en sá þáttur þeirra, sem
orðið hefir til frá því á dögum
fyrstu prentvélarinnar.
Ef við höldum ferðinni áfram
aftur 1 aldir, þá komum við að
þeim tíma, þegar lítill eða eng-
inn pappír var til í Evrópu.
Kínverjar fundu upp pappírinn.
Arabar lærðu af þeim að gera
pappír og kenndu það kristn-
um bræðrum sínum meðal vest-
rænna þjóða. Þetta bráðnauð-
sjmlega efni, sem ber með sér
næstum því allt skrifað og
prentað mál nú á tímum, eigum
við því að þakka tveim grein-
um mannkynsins, er að menn-
íngu og máli eru ekki evrópsk-
ar heldur austurlenzkar. Á
f jórtándu öld var pappír notað-
ur almennt í Evrópu. En það
var ekki nóg til af honum, af
því að framleiðsluaðferðirnar
voru seinvirkar. Fólk eyddi
honum ekki að óþörfu og
fleygði honum aldrei á götum.
úti eins og við gerum. Og þeir,
sem rituðu mikið lögðu stund
á að skrifa fallega, ekki aðeins
af skrautgirni, heldur og af
efnalegum ástæðum. Það þurfti
að skrifa mikið en greinilega á
lítinn pappír.
Áður en pappírinn komst í al-
menna notkun voru bækur og
bréf og skjöl skrifuð á perga-
ment eða bókfell, það er leður,
unnið á sérstakan hátt. Leður
er tiltölulega endingargott efni
og enn eru varðveittir í söfnum
skinnstrangar, sem eru að
minnsta kosti þrjú þúsund ára
gamlir. Gyðingar rituðu helgi-
bækur sínar, þar á meðal
Gamla-testamentið, á leður og
enn má finna slíkar skinnbæk-
ur í samkunduhúsum þeirra
Það kemur fyrir nú á tímum, að
skrifað er á pergament það,
sem geymast þarf lengi. Sauð-
fé og kálfar hafa satt líkama
okkar með kjöti sínu og látið
okkur í té skó og fatnað, en
höfuðþjónusta þessara dýra