Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
venjast stundum á að stökkva
yfir girðingar til þess að kom-
ast inn á bannsvæði. Smalinn
tekur þá það til bragðs, að
hann bindur eyrun aftur á
hrútnum, sem hefir forystu í
ránsferðunum. Hvers vegna ? Af
því að það er óupprætanlegur
vani hjá kindum, að sperra
fram eyrun um leið og þær
stökkva. Þegar komið er í veg
fyrir, að þær geti sperrt eyrun
fram, geta þær ekki stokkið.
Hinar kindurnar fylgja hrútn-
um í blindni og þarf því aðéins
að gera þessa aðgerð á honum,
og þá hættir allur hópurinn að
stökkva.
Tvær flugsprengjusögur.
Hérna eru tvær flugsprengjusögur frá London. Önnur er um
Lundúnastrákinn, sem var að skýra frá því, hvers vegna hann
væri ekki hræddur við V-2.
„Sjáðu til,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera heilmikið vesen
fyrir Þjóðverja að búa til þessa símastaura. Og svo verða þeir
að koma þeim oní þessar holur og upp í loftið, og svo er löng
leið frá Frakklandi til London, og þó þær komizt til London
verða þær að finna Hackney, og þó að þær rambi á Hackney,
eru þær ekki strax búnar að finna Bulstrodegötu 37, og jafn-
vel þó svo færi, að þær hittu Bulstrodegötu 37, þá eru tíu
sjansar á móti einum, að ég væri í sjoppunni uppi á homi.“
Hin sagan er um fjölskyldu í litlu húsi, sem varð fyrir sprengju
og hrundi. Þegar brunaliðið kom á vettvang, fannst allt fólkið
ómeitt nema afi gamli — hann var hvergi sjáanlegur. „Hann
var gamall og heyrnarlaus," sagði húsfreyjan, „og við urðum
alltaf að skrifa á töflu það, sem við þurftum að segja honum.
Ég held, að hann hafi verið í baðherberginu, þegar sprengjan
sprakk."
Brunaliðið tók til óspilltra málanna að grafa, og þegar það
kom niður í baðherbergið, fann það karl.
„Þetta var skrítið," sagði hann á meðan þeir voru að klæða
hann í fötin, „mjög skrítið. Ég tók bara tappann úr og þá allt
í einu sprakk húsið í loft upp!“
— World Digest.