Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 18
16
■QRVAL
ingur kornvöru var lítill og
ræktun innanlands hverfandi.
Kartöflurækt eykst ekki til
muna, fyrr en komið er fram
á síðustu öld. Að vísu munu
ýmsar innlendar jurtir hafa
verið notaðar nokkuð, en nær-
ingarmagn þeirra (orkumagn)
er lítið nema fjallagrasanna.
Öll feiti var þá úr dýraríkinu.
Enn er þó um helmingur fæð-
unnar úr dýraríkinu, og er það
meira en tíðkast meðal ná-
granna okkar, að undantekn-
um næstu grönnum okkar í
vestri — Eskimóum.
Öll dýrafæðan er innlend, en
aðeins mjög lítill hluti jurta-
fæðunnar, þ. e. kartöflur, róf-
ur, grænmeti, ber o. fl., og
munar ekki verulega um annað
en kartöflurnar. Taflan gefur
sæmilega hugmynd um magn
innlendu fæðunnar með því að
bæta orkumagni kartaflanna
(100 g gefa 63 he.) við dýra-
fæðuna. Samkvæmt því verður
um 50% fæðunnar í kaupstöð-
um innlend, en nálega 63% í
sveitum, og er langmest af því
eigin framleiðsla sveitaheimil-
anna.
Milli 40 og 50% af orkuþörf
landsmanna fæst þá úr út-
lendri matvöru (kommat,
sykri, smjörlíki o. fl.), en að
vísu flytjum við út mat, sem
að orkumagni er margfallt
meiri, og er sá matur allur úr
dýraríkinu.
1 næsta hefti verður gerð
nokkur grein fyrir vitamín-
búskap þjóðarinnar, eins og
hann birtist í rannsóknum
manneldisráðs.
Aðeins til í skáldskap.
Hermaður kom inn á bókasafn bersins, sneri sér að einni af-
greiðslustúlkunni og spurði feiminn og vandræðalegur: „Haíið
þið til bók, sem heitir „Karlmaðurinn, drottnari kvenþjóðar-
innar“?“
„Svoleiðis bækur eru aðeins til í skáldsagnadeildinni," anzaði
stúlkan snúðugt.
Coronet.