Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 38
36
TJRVAL
þorpsbúar brugðu þegar við,
og hugðust að slökkva eldinn.
Einhvers staðar fundu þeir
fornfálega handdælu, sem þeir
drógu til torgsins, ásamt vatns-
stampi, sem fylltur var jafn-
harðan vatni úr fötum, er
handlangaðar voru langar leið-
ir. Á dælunni hömuðust karl-
menn, konur og böm. En bruna-
liðsmenn þorpsins og mínir
menn ruddust inn í húsið, og
björguðu þaðan ógrynnum af
gömlmn húsgögnum. Þegar log-
andi bjálkar tóku að hrynja,
varð ég að halda aftur af mönn-
um mínum, svo að þeir gengju
ekki fram af sér við að bjarga
þessu gamla skrani.
Þegar hæst stóð þessi leikur,
komu konurnar tvær, sem klippt-
ar höfðu verið daginn áður, til
þess að taka þátt í slökkvi-
starfinu. Þær voru með skýlur
um höfuð sér, bundnar svipað
og vefjarhöttur. Menn urðu
hálf kindarlegir á svipinn, þeg-
ar þær slógust í hópinn. Sumir
bentu á þær og sném sér und-
an. En feitur kaupmaður einn
hneigði sig fyrir móðurinni og
bauð henni hæversklega „góð-
an daginn!“ En allur fjöldinn
var á báðum áttum um það,
hvernig skyldi taka þeim. Grá-
hærður öldungur einn réði end-
anlega fram úr þessu. Hann
rétti frúnni eina fötuna, urr-
andi eitthvað í allri vinsemd.
En hún tók við fötunni þegj-
andi, hljóp að vatnsbólinu,
fyllti hana og rétti þeim næsta.
Dóttir hennar gekk inn í hina
röðina, og síðan var haldið
áfram að handlanga föturnar
aftur. Þær höfðu þannig aftur
verið teknar inn í mannfélagið
í þessu þorpi, mæðgurnar.
Tillitsemi.
E>að var einu sinni borgari í Sevilla á Spáni, sem ætlaði að
fai’a að láta mála húsið sitt, en það er siður í þessari borg blðm-
anna að mála framhliðar húsanna á hverju ári með fallegum,
skærum litum. Málarinn barði að dyrum og spurði húseigandann
kurteislega, hvaða lit hann ætli að hafa á húsinu. „Farið til
nágrannans þarna hinum meginn við götuna og spyrjið hann
að því,“ sagði húseigandinn, „það varðar hann mestu, því að
hann hefir það oftast fyrir augunxxm.“
— Poinst of View.