Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 87
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
85
ur, nefnilega hvaðan fólkið fer
og hvert það stefnir, kemur til
greina að athuga, hvort ekki
skuli einkum byggja timbur-
hús á þeim stöðum, sem ætla
má að fólk yfirgefi, helzt af
þeirri gerð, er taka má sundur,
og flytja til í flekum, en slík
gerð húsa ryður sér nokkuð til
rúms erlendis. Slík hús geta
orðið tiltölulega ódýr, ef um
stórframleiðslu er að ræða með
vélum. Þau eru unnin í verk-
smiðjum og virðist reynslan
sýna, að afköst þeirra, er að
smíðinni vinna, séu meiri við
slík skilyrði, en þegar unnið er
að smíðinni á byggingarstaðn-
um, hversu sem viðrar, og er
það skiljanlegt. Og það mundi
hafa mikla félagslega þýðingu,
að fólk gæti flutt húsin með
sér eins og íveruföt sín og ann-
an farangur, ef það flytur á
annað borð. Þegar fólk þyrpist
á einhvern stað, skapast þar
húsnæðisvandræði, fólk fer að
búa í óhæfum íbúðum við
óhæfileg þrengsli, húsaleigan
hækkar vegna eftirspurnar-
innar, hvað sem húsaleigulögum
líður, og þarf ekki að eyða orð-
um að því, hverja félagslega
þýðingu þetta hefur, að við-
bættu því, að sá, sem flytur
frá stað, sem fólkstraumurinn
liggur frá, getur ekki komið
húsi sínu í verð, hvorki með
leigu né sölu, og húsið er þá
glatað verðmæti fyrir einstakl-
inginn og þjóðarheildina. Hans
böl er þjóðarböl, þótt í smáu
kunni að vera.
Ég hygg því, að athuga verði,
hvort ekki komi til greina
smíði tilbúinna húsa, er flytja
megi í flekum staða á milli.
Slík hús er hægt að reisa á
ótrúlega skömmum tíma, sam-
kvæmt erlendri reynslu, og
hægt er að stækka þau og
minnka eftir breytingum á
stærð fjölskyldunnar.
I þessu sambandi vil ég
benda á að athugað sé, hvort
ekki komi til greina sniðbinding
(standardisering) á ýmsu, er
að húsagerð lítur. Þótt hús
séu misstór, við hæfi fjöl-
skyldnanna, er ekki þar með
sagt að gluggakarmar og
gluggar, hurðir, listar o. s. frv.
þurfi að vera af því nær jafn-
mörgum gerðum og húsin eru
mörg, svo að dæmi sé nefnt.
Sama gildir um eldhússkápa og
ýmislegt fleira, ef séð er um að
skapa húsmæðrum beztu skil-
yrði og spara þeim sporin. Hið
persónulega svipmót húsanna