Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 28
26
tJRVAL
friður kemst á, munu mörg tæki
og aðferðir, sem almenningur
þekkir nú aðeins af afspurn,
vera orðin gömul og fullreynd.
Hlutverk þessara óásjálegu
lampa í hverskonar iðnaði er
ótrúlega margvíslegt. Varla
nokkur iðngrein, allt frá til-
búningi lampanna sjálfra til
prentunar á blöðum og tímarit-
um, er til, sem ekki notar, eða
mun ekki í náinni framtíð, nota
rafeindina í þjónustu sinni. Sú
tegund rafeindalampa, sem
rejmzt hefirtilflestra hlutanyt-
samleg, er „rafaugað“. í ótal
verksmiðjum telur það, aðgrein-
ír, rannsakar og pakkar inn
ótal vörutegundum. Nýlega var
eitt slíkt ,,auga“ ásamt rönt-
gentæki sett til þess að hafa gát
á skakkt hlöðnum tundrum á
handsprengjum. Ef ekki er nægi-
legt púður í þessum tundrum,
springa sprengjurnar of snemma
og geta valdið dauða þess, sem
handleikur þær. Tundrin eru
lítil púðurhylki, á stærð við
blýantsstubb. Þeim er raðað á
renniborða, sem ber þær fram
hjá 100.000 volta röntgentæki,
er varpar geislum á sjálflýsandi
(fiuorescent) skerm, en að hon-
um er „rafauganu“ beint. Á
meðan geislarnir frá röntgen-
tækinu falla með jöfnum styrk-
leika á skerminn, skeður ekkert
og tundrin renna fram hjá
óhindruð. En ef tundur, sem
ekki er fullhlaðið af púðri, fer
fram hjá röntgentækinu, þá
verður „rafaugað" vart við
styrkbreytingu á röntgengeisl-
unum, hringir bjöllu, kveikir
rautt ljós og setur rauðan máln-
ingarblett á endann á tundr-
inu.
Annað tæki, litrófsmælirinn,
sem í er ,,rafauga“, getur
greint á milli 2.000.000 mismun-
andi lita. Mannsaugað getur í
hæsta lagi greint 10.000 liti. Það
er augljóst, að slíkt tæki, sem
aldrei getur skeikað og aldrei
þreytist, er ómetanlegt við
framleiðslu á málningu, pappír,
vefnaðarvöru og öðrum vörum,
þar sem nákvæm aðgreining
lita er nauðsynleg.
Rafþrýstilogsuða, sem raun-
verulega „saumar“ aluminium
og aðra málma saman, er nú
mikið notuð við tilbúning á flug-
vélum.
Tvennskonar rafeindahitun
hefir náð mikilli útbreiðslu á
síðustu árum. Önnur svonefnd
,,dielectrisk“ hitun. Hún er í því
fólgin, að straumur er látinn
fara milli tveggja platna. Þegar