Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 124
122
TJRVAL
aldrei vitað aðra eins tilvilj-
un!“ sagði Darwin í bréfi til
hins fræga jarðfræðings, dok-
tors Lyells. „Þó að Wallace
hefði haft handrit mitt frá
1842, hefði hann ekki getað
samið betri útdrátt."
í fyrstu ætlaði Darwin að
draga sig í hlé og láta allan
heiðurinn af uppgötvuninni
falla Wallace í skaut. „Ég vildi
heldur brenna bókina,“ sagði
’nann, „heldur en að hann eða
aðrir haldi að ég komi auðvirði-
lega fram.“ En doktor Lyell
hélt því hins vegar fram, að
það væri sjálfsagt að Darwin
birti niðurstöður sínar án taf-
ar. Hann lét í ljós þá skoðun,
að Wallace myndi bregðast vel
við, þegar hann frétti að Dar-
win hefði uppgötvað kenning-
una tuttugu árum á undan hon-
um.
Loks féllst Darwin á, að
kenningin skyldi birt sem sam-
eiginlegt verk Wallaces og
hans. Og Wallace, sem vildi
ekki vera eftirbátur að höfð-
ingslund, lýsti yfir því, að það
væri einstök heppni að honum
væri veitt hlutdeild í „uppgötv-
un, sem Darwin einn væri
ábyrgur fyrir.“
Og þannig endaði ein af
merkilegustu þrætum sögunn-
ar — þar sem andstæðingarn-
ir, hvor um sig, reyndu sem
mest þeir máttu að stuðla að
auknum hag hins, á eigin kostn-
að.
Þegar kenningin hafði verið
birt vísindamönnum, tók Dar-
win til óspilltra málanna að
búa handrit sitt undir að verða
birt öllum almenningi. Fyrsta
útgáfa bókarinnar kom út 24.
nóvember 1859, með hinum
þunglamalega titli — U'ppruni
tegundanna fyrir úrval náttúr-
unnar eöa verndun hœfra kyn-
þátta í lífsbaráttunni.
Inntak bókarinnar „sem sóp-
aði burt sögunni af Adam og
Evu og aldingarðinum Eden í
steypiflóði vísindalegra stað-
reynda,“ var í stuttu máli á
þessa leið: í þessum heimi er
stöðugt að skapast ótakmark-
aður fjöldi lífvera. En á hinn
bóginn er fæðan af skornum
skammti, og sömuleiðis lífs-
rýmið. Afleiðingin er keppni
upp á líf og dauða milli allra
lifandi vera, eilíf barátta fyrir
lífinu. Þær, sem hæfa bezt um-
hverfi sínu, halda lífi, en hinar
eru dauðadæmdar. Þróunar-
sinnar nefna þetta ,,að sá lifi,
sem hæfastur er.“ En eftir því