Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 100
98
urval
gerður, að hann hefir nokkra
tilhneigingu til ásóknar, en það
er um þessa tilhneigingu eins
og margar aðrar tilhneigingar
mannsins, að hún er ekki sér-
stök eða óbrigðul eðlishvöt. —
Þessa tiihneigingu er hægt að
ieiða inn í sérstaka farvegi og
móta þar. Mætti þar til dæmis
nefna íþróttakeppnir í okkar
þjóðfélagi,og jafnvel það, þegar
einstakir kynflokkar á Filipps-
eyjum fundu upp á því að leika
knattspymu í stað þess að iðka
mannvíg til að safna höfuð-
leðrum. Þessi ásóknar- eða
árásar-tilhneiging getur einnig
komið fram í samkeppnislaus-
um íþróttum, eins og f jallgöng-
um, og framsækni á æðri svið-
um, eins og landkönnunarferð-
um og vísindarannsóknum.
Ekki eru til neinar fræðilegar
torfærur, sem því séu til fyrir-
stöðu að bannfæra eða afnema
hernað. Hið fyrsta skilyrði til
þess er það, að alheims-skipu-
lagið sé eins og það á að vera.
En það er ekki að því hlaupið
að koma sér niður á rétt skipu-
lag. Næsta skrefið er þóennerf-
iðara viðf angs. En það er að finna
það, sem William James nefndi
„siðferðilegt jafngildi hern-
aðar,“ og jafnframt að draga úr
„birgðasöfnum“ — árásarmög-
leika, sem nú er fyrir hendi hjá
öllum sterkum þjóðum. Þetta er
sálfræðilegt viðfangsefni. Það
er að þakka Freud og sálfræði-
rannsóknum vorrar aldar yfir-
leitt, að vér erum nú farnir að
skilja, að sjálfsákvörðunartil-
hneigingar barns er hægt að
kveða niður. Þessar tilhneiging-
ar geta lýst sér hjá óvitunum
í ósjálfráðri hvöt til áreitni og
grimdarverknaða, sem er því
hættulegri sem barnið getur
getur ekki um það dæmt, hvað
það er að aðhafast.
Til þess að fyrirbyggja birgða-
söfnun af þessu sálfræðilega
sprengiefni og til þess að finna
leiðir til að beina sjálfsákvörð-
unartiihneiging vorri inn í heil-
brigða og skapandi farvegi, þarf
mikil átök. Tii þess þarf að
byggja upp betra þjóðfélagslíf og
betra heimilislíf. Til þess þarf ný
menningar, og menntunaráköt
Til þess þarf að finna sálrænni
og líkamlegri athafnasemi og
æfintýralöngun eðlilegar útrás-
arleiðir, svo að þessar tilhneig-
ingar ónýtist ekki eða séu
kveðnar niður. Þetta er erfitt
viðfangsefni en þó engan veginn
óviðráðanlegt.
Maðurinn er ein þeirra örfáu