Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 105
UNDRAMÁTTUR BLÖÐSINS
103
plasraa, en með þeim mikla
kosti, að ekki eyðist nema einn
fimmti hluti þess albumin-
magns, sem nota þarf, sé
ógreint plasma notað. Nú fram-
leiða sjö verksmiðjur í Banda-
ríkjunum þúsundir albumin-
eininga á dag.
Næst tóku Cohn og að-
stoðarmenn hans að rann-
saka globulin. Það eru þau efni
blóðsins, sem innihalda mót-
eitur gegn mörgum smitandi
sjúkdómum. Flestir blóðgjafar
hafa í blóði sínu blöndu af
mótefnum, sem þeir hafa áunn-
ið sér í baráttu gegn sjúkdóm-
um ánim saman. Hví mætti
ekki einangra þessi efni og nota
þau hvert til síns starfs?
Fyrsta tilraunin hefir
heppnazt. Mislingaglobulinið,
sem inniheldur móteitur gegn
mislingum, kæfði 3 mislinga-
faraldra í Bandaríkjunum á
síðastliðnum vetri og er nú
framleitt þar í stórum stíl,
bæði til notkunar heimafyi’ir og
handa hernum. Nú þegar eru
hafnar globulinrannsóknir með
tilliti til annar sjúkdóma, svo
sem hettusóttar, skarlatsóttar,
bamaveiki og kíkhósta. Mögu-
léikar virðast vera ótakmark-
aðir.
Á sama tíma hafa furðuverk
verið unnin með þeim efnum
plasmans, sem hafa til að bera
storknunarhæfileika blóðsins:
thrombin og fibrinogen, sem
tekizt hefir að einangra í fín-
gert, hvítt duft. Er þessi tvö
efni koma saman í upplausn
undir andrúmslofti, storkna
þau og mynda fibrin. Úr þess-
um tveim efnum hefir vísinda-
mönnum tekizt að framleiða ör-
þunnar himnur, froðu og lím
ýmiskonar til notkunar við
fíngerðustu og vandasömustu
handlækningar.
Það er fibrinhimnan, sem
notuð er, ef dura mater, himn-
an, sem þekur heilann, skemm-
ist af einhverjum orsökum.
Læknir við Peter Bend Brigham
sjúkrahúsið í Boston hafa fram-
kvæmt velheppnaðar aðgerðir
með því að nota fibrinhirnnuna.
Þessi mjúka, sterka og teygjan-
lega himna er vætt í vatni og
síðan er auðvelt að fella hana
utan um heilann. Tilraunir
benda til þess, að smárn saman
byggi líkaminn upp aðra
himnu, sem komi algjörlega í
stað blóðfibrinhimnunnar.
Fibrinfroða hefir reynzt
furðulega virkt storknunar-
efni. Við fínar vandasamar