Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
það sett símatækið í samband
og heyrt skilaboðin í gegnum
lítinn hátalara í skápnum. Á
eftir er svo hægt að „afhlaða“
stálvírinn og nota hann að nýju.
Á þessum tíu árum hafa orð-
ið miklar breytingar á talsam-
bandinu milli landa. Mestar
framfarir urðu, þegar lagðar
höfðu verið sæsímaleiðslur yfir
úthöfin, svo að ekki þurfti leng-
ur að notast við stuttbylgjuút-
varp, sem sífellt varð fyrir
truflunum af völdum sólbletta
og ýmiskonar rafstrauma. Það
var nokkrum árum eftir síðari
heimsstyrjöld, að þessir sæsím-
ar voru lagðir. I mörg ár hafði
slíkt verið talið ógerlegt, því að
nauðsynlegt er að hafa milli-
stöðvar á talsímalínu með fárra
mílna millibili. En svo tókst
rafmagnsfræðingum að búa til
sjálfvirkar millistöðvar, sem
hægt var að sökkva í sjó og
ekki þurftu endurbóta við nema
á tuttugu ára fresti. I þessum
millistöðvum voru rafeinda-
lampar, svipaðir þeim, sem not-
aðir eru í útvarpstæki, en lítið
stærri en þumalfingur á manni.
En framfarir í skeytasending-
um höfðu líka orðið miklar með
aukinni notkun þráðlausra
myndsendinga. Víða í stærri
borgum er komið fyrir litlum
sjálfvirkum símskeyta sendi-
vélum. Öll bréf, sem mikið ligg-
ur á og ekki eru því lengri
mundu árið 1944 hafa verið send
með flugpósti. Nú, árið 1955,
eru slík bréf skrifuð eða vélrit-
uð á símskeytaeyðublöð og þeim
stungið inn í rifu á næstu
skeytasendivél, um leið og
ákveðnum fjölda málmpeninga
er stungið í aðra rifu. Við það
fer skeytasendivélin af stað,
eyðublaðið vefst upp á sívaln-
ing, sem ber það fyrir „raf-
auga“. „Rafaugað“sendirmynd-
ina af skeytaeyðublaðinu til
næstu aðalstöðvar ritsímans.
Myndskeytasendingar af þessu
tagi hafa, árið 1955, að heita
má alveg komið í staðinn fyrir
venjulega firðritun.
Þær eru einfaldar og sjálf-
virkar. Þegar myndin af eyðu-
blaðinu kemur á aðalstöðina
tekur afgreiðslumaðurinn hana
og lítur á heimilisfangið og set-
ur hana í aðra vél sem því næst
sendir hana hundruð eða jafnvel
þúsundir mílna, til þeirrarstöðv-
ar, sem næst er ákvörðunarstað
skeytisins, en þaðan er það loks
borið til viðtakanda. Mynd-
skeytasending er miklu hand-
hægari og fljótvirkari en firð-