Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
að raun um, hvort konur verði
ekki ánægðar eins og karl-
mennnir-nir með því að nota
getu sína og hæfileika. Ég
fagna því alltaf, þegar ég heyri,
að einhver kona verður að
vinna fyrir sér. Ég fyrirlít þá,
sem segja auminginn, hún þarf
að vinna fyrir sér, eftir að séð
hefir verið fyrir henni í mörg
ári” Það ætti heldur að óska
henni til hamingju m.eð það,
að nú nejrðist hún loksins til
þess að beita líkams- og sálar-
kröftum til hins ýtrasta og
fær að þekkja heilbrigða
þreytu og óttann um, að hún sé
ekki fær um að rækja störf sín.
Hún lærir að lifa í áhættu og
samkeppni og gefast ekki upp,
þó að á móti blási, en framar
öllu öðru fær hún, að njóta í
f'yllsta mæli þess sjálfsgleymis,
sem aðeins það starf, er á huga
manns allan, getur veitt.
Aumkunnarverðasta veran í
þjóðfélagi okkar er hin mið-
aldra kona, sem hefir lokið
skyldustörfum sínum á heim-
ilinu. Börnin eru farin, en hún
er ennþá í blóma lífsins og finn-
ur samt að hennar er ekki þörf.
En samt álít ég hana ekki á nokk-
urn hátt aumkunarverðari en
ungu stúlkurnar, sem eigi hafa
hlotið undirbúning undir neitt
ákveðið lífsstarf, og eru nú að
loknu námi, að brjóta heilann
um, hvað þær eigi að takast á
hendur. Flestar þeirra giftast
og ganga í spor þeirra, sem nú
eru miðaldra. Hvorar tveggja
eru þær „púðurkerlingar,“
ungar jafnt sem gamlar.
„En hvað getum við gert?”
spyrja þær.
Já, hvað geta konurnar í
Bandaríkjunum gert, sem þurfa
ekkert að gera?
Ég hefi hvergi komið hér á
landi, þar sem ég hefi ekki séð
ýmisleg verkefni, sem væri
bráðnauðsynlegt að konur
tækju að sér —^ og alls staðar
eru þessar „púðurkerlingar" að
springa af óánægju, af því að
ekkert er til þess að gera.
Geta amerísku konurnar
ekki séð verkefnin, sem bíða
þeirra? Þær geta á ýmsan
hátt fegrað bæi og sveitir. Þær
geta endurbætt húsnæði, þær
geta gengt opinberum störfum
með prýði, þær geta sett betri
lög bætt aðbúð barnanna og
rannsakað og breytt úreltum
kennsluaðferðum í skólum og
kennslubókum. Hvers vegna
skyldu tannlæknar vera karl-
menn eða húsameistarar eða