Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 93
LlFSINS TRÉ
91
■er einnig gerður úr efnum, sem
þetta dásamlega tré leggur til.
Þau eru blönduð eða leyst upp
í vatni og pressuð og lamin á
milli sléttra fjala, í þunnan og
fagran dúk, sem nefndur er
tapa.
tJr berkinum fást tæjur, er
fólkið notar ýmist sem garn í
net, eða fléttar þær eða tvinn-
ar í reipi og kaðla. Að vísu eru
slíkir kaðlar ekki jafngildir
hampköðlum, hvað styrkleik
snertir, en sjóherinn notar þá
mjög mikið vegna þess, hversu
léttir þeir eru, og eru þeir til
dæmis hentugir í vörpustrengi.
Burstar og mottur, sem gerðar
eru úr þessu efni munu víða
vera til á heimilum hér í
Evrópu.
Úr stórum pálmatrjábolum
eru gerðir eintrjáningar, og
fyrr á öldum voru af þessum
viði smíðaðir hinir miklu víg-
drekar, sem víkingar á Kyrra-
hafseyjum fóru á leiðir sem
skiptu þúsundum sjómílna. Voru
viðirnir þá festir saman með
garni, sem gert var af tref jum
úr þessu sama furðulega tré.
Á vorum dögum koma not
kókospálmans ekki aðeins að
gagni íbúum Kyrrahafseyj-
anna, heldur og öllum hinum
vestræna heimi. Því að „kopra“,
hinn þurkaði „innmatur“ hnet-
unnar, er nú notuð til smjör-
líkis-, sápu- og kertagerðar. —
Eftir því, sem þarfir heims juk-
ust fyrir þessar vörur, jókst og
jafnframt ræktun þessarar
þörfu trjátegundar. Milljónir
trjáa hafa verið gróðursettar
víðsvegar, þar sem skilyrði hafa
verið til þess. Því að þótt tréð
dafni bezt á Kyrrahafseyjunum,
getur það þó einnig þrifist bæði
í Austur- og Vestur-Indíum,
hitabeltislöndum Ameríku og í
Indlandi. Á eynni Ceylon einni
er talið að séu nú röskar 20
milljónir slikra trjáa.
Fyrir styrjöldina var talið, að
heimsframleiðslan af kopra
næmi röskum 2 milljónum smá-
lesta. Þessar mikiu birgðir
fengust víðsvegar að: fyrst og
fremst frá hinum víðáttumiklu
pálma-ekrum, sem voru í eigu
breskra og amerískra fyrir-
tækja, en þó létu menn sig ekki
muna um að sækja kopra til
smáeyja, sem framleiddu aðeins
örfáar smálestir. Talið er að úr
5 þúsund hnetum fáist smálest
af kopra, og má af því marka,
að æði margar milljónir trjáa
þarf til að gefa af sér þetta
mikla magn.