Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 43
DÖMSMORÐ 1 SUÐURRÍKJUNUM
41
«kki verið af skornum skammti
einmitt þessa vikuna.
Bg leit á ákærandann. Hún
var luraleg, beinamikil, gróf-
rödduð bóndakona, um þrítugt,
með stórar, rauðar hendur,
stóra fætur og þykkt, ljóst hár,
stíft við herðar. Við fréttarit-
ararnir vorum sammála um
það, að Roosevelt hefði sýnt
næsta lítinn smekk í vali, sem
óhjákvæmilega hlaut að kosta
hann lífið.
Við hlið ákærandans sat
maður hennar, gildvaxinn bóndi
í snjáðum fötum, sem voru alit-
of þröng utan um bunguvaxna
vöðva hans. Rauðþrútið andlit-
ið bar vott um þá heift, sem
inni fyrir bjó. Fyrir aftan hjón-
in sat hinn opinberi ákærandi
ásamt fylgdarliði. Andspænis í
salnum sátu verjendurnir. Það
voru tveir aldraðir lögfræðing-
ar, sem valdir höfðu verið með
hlutkesti úr hópi allra starf-
andi lögfræðinga bæjarins. Þeir
voru bersýnilega dauðhræddir
um, að almenningur héldi, að
þeir hefðu tekið að sér mál
Roosevelts af fúsum vilja og
tryðu á sakleysi hans. Áður en
dómurinn var settur, reis annar
á fætur og ávarpaði réttinn.
,,Háttvirti dómari," stamaði
hann, „til þess að fyrirbyggja
allan misskilning, vil ég fyrir
mína hönd og starfsbróður
míns lýsa því yfir í heyranda
hljóði, að við höfum verið vald-
ir af réttinum til þess að gæta
réttar hins ákærða, og að ekki
er um neina samúð að ræða af
okkar hálfu með þessum sak-
borningi.“
Dómarinn, sem var gráhærð-
ur stjórnmálamaður um sex-
tugt, reyndi að flýta málinu.
Hann vildi ljúka því svo fljótt,
að hægt yrði að flytja sakbom-
inginn í ríkisfangelsið fyrir
myrkur.
Það fór kurr um salinn um
leið og sakborningurinn var
leiddur inn í vörzlu vopnaðra
lögreglumanna. Bg leit á hann
kæruleysislega og hripaði nið-
ur nokkrar athugasemdir: Ber-
fættur. í snjáðum og upplituð-
um samfesting og peysu.
Hundrað og þrjátíu pund. Sex
og hálft fet á hæð. Hann var
leiddur tii sætis rétt fyrir fram-
an okkur. Verjendurnir sneru
sér að honum og ávörpuðu
hann. Þetta var bersýnilega í
fyrsta skipti, sem þeir sáu
hann.
„Hvað heiturðu, drengur
minn?“