Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 69
„PÚÐURKERLINGAR" AMEHÍKU
67
öldum, þegar hinir einföldu
Manchuríumenn sigruðu hina
kænu Kínverja, notuðu Kín-
verjar vopn, sem gáfu þeim
lokasigurinn. Kínverjar sögðu
við Manchuríumennina: ,,Þið
eruð yfirmenn okkar, þess
vegna skulum við gera öll
leiðinlegu verkin fyrir ykkur.
Þið eigið að búa í höllum út af
fyrir ykkur og skemmta ykkur
þar. Þið þurfið ekki að vinna
eða strita. Við munum gera allt
fyrir ykkur.
Manchuríubúar voru harð-
ánægðir. Þeir lögðu niður vopn-
in, settust að í dýrðlegum höll-
um, sem Kínverjar létu þá hafa
og lifðu í ró og næði. Eftir
stuttan tíma réðu Kínverjar
aftur ríkjum í landi sínu. Það
gerði Manchuríumenn alveg
framtakslausa, að þurfa lítið
að hafa fyrir mat og drykk og
miklar tómstundir.
í hvert skipti, sem ég heyri
ameríska konu segja: „Já, en
það hafa nú engar konur meiri
þægindi en við . . . “ Þá minnist
ég Manchuríumanna og verð
áhyggjufull.
Ég hygg, að þúsundir Aust-
urlandakvenna hafi sagt við
mig: „Þér eruð hamingjusamar
að vera amerísk kona! Þið hafið
frelsi og jafnrétti á við karl-
manninn. Foreldrar ykkar and-
varpa ekki, þegar þið fæðist,
og bræður ykkar álíta ykkur
ekki lægra settar en þá. Þið
þurfið jafnvel ekki að giftast,
ef ykkur langar ekki til þess.“
Ef ég hefði tækifæri til þess
núna eftir þessi ár, sem ég hefi
dvalið með löndum mínum, að
svara þessum austurlenzku,
konum, þá yrði það eitthvað á
þessa leið:
„Það er satt að við erum
frjálsar. Við getum orðið það,
sem við viljum — amerísku
konurnar — lögfræðingar,
læknar, listakonur, vísindakon-
ur, verkfræðingar og allt. En
af einhverri ástæðu, þá erum
við það ekki!“
„Þið eruð það ekki!“ mundi
austurlenzka konan segja
undrandi.
Hún skilur það ekki, og
vissulega er erfitt að skilja það.
Það er erfitt að skilja, hvers-
vegna það vekur alltaf svo
mikla eftirtekt, þegar konur
skara fram úr á einhverju sviði.
En þannig er það. Það er þessi
hlunnindaaðstaða okkar, sem
með því að svifta okkur allri
nauðsyn þess að þurfa að
leggja hart að okkur, veldur