Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 89
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
87
þeim ógeðfeld, því að hún
væri í rauninni ekki annað en
staðfesting á því af opinberri
hálfu, að þeir hefðu þjóðholl
og æskileg áform á prjónunum.
En hins vegar er fjöldi manna,
einkum ungmenni, bæði karla
og kvenna, sem hafa farið svo
illa og gálauslega með mikla
fjármuni, er þeim hafa áskotn-
azt á þessum veltitímum, að til
bölvunar er þeim sjálfum,
bæði í nútíð og framtíð, og
jafnframt allri félagsheildinni.
•Ég skal taka tvo unga menn,
er ég þekki persónulega, sem
dæmi, báða á líkum aldri. Báð-
ir hafa haft stöðuga og góða
atvinnu öli veltiárin. Annar
sparaði fé sitt, svo sem mest
hann mátti, kvæntist 1942 og
hafði lokið við að koma sér upp
snotru húsi og búa það hús-
munum í árslok 1943. Hinn
hefir eytt öllu jafnóðum og
hann aflaði þess, er ókvæntur,
flögrar eins og fiðrildi, og á
ekki neitt til eftir öll þessi
veltiár. Hann hefir átt sinn
þátt í að auðga þá manntegund,
sem auðgast á staðfestuleysi og
óráðsíu annarra. Vel kann að
vera, að einhver góður og gild-
ur gróðamaður, er hagnaðist
vel á ráðslagi hans og annarra
er líkt fóru að, hafi keypt sér
jörð fyrir offjár af bónda í
sveit og stuðlað þannig að
hækkun jarðaverðsins, bónd-
inn hafi síðan flutzt til Reykja-
víkur og stuðlað að hækkun
lóðaverðs og húsverðs þar, þar
eð framboð slíkra gæða er
miklu minna en eftirspurn. Sú
hringrás, sem fjármunir þessa
manns renna og annara er haga
sér eins og ótemjur í fjármál-
um, gæti því orðið liður í
circulus vitiosus í félagslegum
efnum, og má vel kalla það
hringavitleysu á íslenzku máli.
Gálaus meðferð fjármuna
svipuð þessu, er ekkert eins-
dæmi, og ég sé ekkert ráð, í
fljótu bragði, er betur gæti
ráðið bót á þessu en skyldu-
sparnaður. Það er ætlunarverk
unga fólksins í þjóðfélaginu, að
það festi ráð sitt, stofni heim-
ili, eignist börn og ali önn fyrir
þeim. Ég álít, að fyllilega komi
til athugunar, hvort ekki beri
að taka úr umferð einhvern
hluta af launum ungra manna
og kvenna með skyldusparn-
aði. Yrði féð þá geymt í
vörzlu hins opinbera eða
banka, og afhent réttum eig-
endum aðeins til að mæta skyn-
samlegum þörfum, svo sem til