Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 73
,PÚÐURKERLINGAR“ AMERÍKU
71
vísindamenn? í viðskiptalífinu
er því nær algjörlega sneitt hjá
kvenfólkinu. Ef konan hefði
ekki verið algjörlega falin á
heimilinu, hefðum við getað
sneitt hjá árekstrum miili f jár-
magns og vinnu, af því að
konurnar eru miklu hagsýnni,
þegar um lausn daglegra
vandamála er að ræða, hafa
næmari réttlætistilfinningu og
eru miklu reyndari í hverskyns
lagfæringum og málamiðlunum.
Eg er vissulega of raunsæ til
þess að trúa því, að ef starfs-
kraftar kvenmanna væru not-
aðir til þess, þá væru öll vanda-
mál leyst.
Mesta breytingin yrði hjá
konunum sjálfum, þ. e. a. s. hjá
„púðurkerlingunum.“ Þær
mundu þá ekki lengur vera
áhyggjufullar og nöldrandi.
Starfskröftum þeirra mundi
verða beitt gegn öðrum en
hrjáðum eiginmönnum og
taugaveikluðum börnum.
Ég trúi því, að með því að
beita þeim kröftum, sem nú eru
ónotaðir og þeim gáfum, sem
glatast í þessu iðjuleysi, gætu
konurnar bætt ástandið í land-
inu, ef þær hefðu vilja til þess.
Og ég endurtek, að það er mesti
kjánaskapur fyrir nokkra
konu að spyrja um, hvað hún
geti gert. Ef hún vill fá sér eitt-
hvað smávegis að gera, þá get-
ur hún litiö í kringum sig í
þorpinu eða nágrenninu. Ef hún
vill takast á hendur eitthvert,
meiri háttar starf, þá getur
hún leitað víðar. Og henni ber
ætíð að minnast þess, að hún
getur gert það, sem hún vill.
Er þetta vonlaust? Það er
vonlaust fyrir þær konur, sem
hafa algjörlega gefið sig for-
réttindunum á vald. Þær eru
dauðar og bíða aðeins eftir
gröfinni.
Enfyrir ,,púðurkerlingarnar“
er alltaf einhver von. Ég hlusta
á óánægjunöldur þeirra með
sama ákafa og læknir, þegar
hann heyrir veiklað hjarta slá.
Ég veit það, að minnsta kosti
— að á meðan konan kvartar
er hún „púðurkerling" — og
er enn með lífsmarki.
• ^ •