Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 14
12
TJRVAL.
fátækara fólksins var jafnvel
yfir helmingur heimilanna neð-
an við 0,45 g.
í Danmörku reyndist kalk-
magn karlmannsfæðis 0,8 g í
kaupstöðum og 1,4 g í sveitum.
Hliðstæðar tölur hjá okkur eru
1,14 g fyrir kaupstaðaheimilin
og 2,08 g fyrir sveitaheimilin.
Fosfór.
Fosfór kemur næst kalkinu
að magni í líkamanum og er
rúmlega 1% af líkamsþungan-
um. Mest er af því í beinunum,
í sambandið við kalkið. I öðr-
um líkamsvefjum og blóði er
öllu meira af fosfór en kalki.
Þörf fulltíða manna er meiri
fyrir fosfór en kalk, og er talin
að meðaltali 0,88 g á dag. Að
viðbættum 50% til öryggis verð-
ur þá markið 1,32 g. Yfirleitt er
miklu minni hætta á því að
fosfór skorti en kalk. Flestar
þær fæðutegundir, sem kalk-
ríkastar eru, innihalda allmikið
af fosfór, en auk þess er mikið
af fosfór í kornmat öllum,
kjöti, fiski o. fl. matartegund-
um, sem eru fremur kaiksnauð-
ar.
Rannsóknirnar leiddu líka í
Ijós, að meðaltal kaupstaðanna
er 2,01 g, en sveitanna 2,77 g
og hvergi reyndist það minna
en 1,30 g. í Danmörku voru
samsvarandi tölur 1,7 g og 2,5,
í Svíþjóð 1,88 og í Skotlandi
(sveitaheimili) 2,37. MeðaJ-
neyzla 224 amerískra heimila
var 1,63 g.
Yfirleitt virðist því ekki
ástæða til að ætla, að nein
brögð séu að fosfórskorti í
fæðu, sem á annað borð er
fullnægjandi að orkumagni.
Járn.
Nokkuð hafa skoðanir manna
verið á reiki um það, hve mikio
þyrfti daglega af járni til þess
að sjá fyrir nægu efni til blóð-
myndunar. Þjóðabandalags-
nefndin telur, að 10 mg. sé
nægilegt fyrir fullorðna karl-
menn, en telur rétt að ætla
konum nokkuð meira.
í kaupstöðunum reyndist járn-
magnið að meðaltali 18,3 mg,
en í sveitunum 28,1/. mg. Aðeins
eitt kaupstaðaheimili var fyrir
neðan 12 mg (11,2 mg) og að-
eins eitt sveitaheimili fyrir neð-
an 20 mg. Samsvarandi tölur
frá Danmörku eru 18 mg og 21
mg, í Svíþjóð 17,2, Skotlandi
20,5 og Bandaríkjunum 17,9.
Þessar niðurstöður benda til,
að yfirleitt sé vel séð fyrir