Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 85
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
83
hér á landi. Sú áætlun krefst
fleiri fagmanna í þeirri grein.
Hr. Arnór Sigurjónsson sýndi
fram á hina miklu bygginga-
þörf á næstu árum og jafn-
framt, hversu þá yrði vant
faglærða manna í bygginga-
iðnaði.
Hér er vakin athygli á
þessu, af því að það er félags-
legt vandamál, í beinum tengsl-
um við það efni, sem hér er til
umræðu, og hér verður að
hrökkva eða stökkva.
Mikið er rætt um nauðsyn
nýrrar tækni, og er það að von-
um. Afrek stríðsþjóðanna í bygg-
ingamálum eru stórkostleg, þar
sem stórborgir hafa risið upp
á örskömmum tíma til að hýsa
verkamenn, er voru fengin störf
í nýjum stríðsiðjuverum. Þessi
afrek byggjast fyrst og fremst
á skipulagningu og tækni.
Hér er oss þörf á hvoru-
tveggja þessu. Enginn efi er á
því, að tæknin í húsagerð muni
enn taka mjög miklum fram-
förum. Því nær daglega berast
oss fregnir af nýrri fullkomn-
un drápstækjanna. En þegar
styrjöldinni er lokið, er mestur
hluti heims rjúkandi rústir og
flakandi sár, sem hrópa á alla
snilligáfu mannsandans um úr-
bót. Og það er óhætt að treysta
því, að sú úrbót fæst.
Hin nýja tækni er fjandsam-
leg handverksmanninum ífljótu
bragði, miklu fjandsamlegri en
námfýsi unglinga, sem hefir
langað til að lær'a handverk, en
ekki fengið það. Þessari hættu
verða iðnaðarmenn vorir að
mæta með framsýni og mann-
viti. Það má ekki fara hér á
sama veg og víða erlendis, að
iðnaðarmenn rísi gegn tækn-
inni, sem óvini sínum. Raflagn-
ingamenn mega ekki gera
samninga um það við meistara,
að ekki megi nota fyrirfram
tilsniðnar raflagnir í hús af
ákveðinni gerð, sem ef til vill
væri fyrirhugað að reisa í
stórum stíl. Pípulagningamenn
mega ekki krefjast þess að þeir
fái að saga sundur allar pípur
með handsög á byggingarstöð-
um og gera skrúfugang á þær
með handverkfærum, er svo
stendur á að allt má sníða fyr-
ir fram með vélum í stórum
stíl. Málarar mega ekki neita
að nota vélknúnar úðadælur, er
úða málningunni á veggina í
skjótri svipan í stað hinnar
seinfærðu aðferðar að strjúka
hana á með pensli. Múrarar
mega ekki neita að fínhúða