Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
veiti þeim málfrelsi, fundar-
frelsi og ritfrelsi. Ef þeir leystu
upp heri sína og játuðust undir
Chungking-stjómina, mundu
þeir verða þurrkaðir út sem
pólitískur flokkur og margir
þeirra týna lífinu.
Samt er það Chiang Kai-
shek, sem hæst gnæfir í Kína
Hann er lifandi tákn hins stríð-
andi Kína, þrátt fyrir galla sína
og duttlunga. Jafnvel kommún-
istarnir viðurkenna, að hann sé
eini maðurinn, er til greina komi
sem þjóðarleiðtogi. Þó að hann
sé umsetinn af smjaðurtungum,
sem geri sér allt far um að
skara eid að sinni köku, eitra
hugsanir hans og auka á for-
dóma hans, er hann óvenju
skarpvitur maður. Enginn skil-
ur kinversku þjóðina eins vel
og hann. Allir í Chungking vita,
að Chiang Kai-shek er mjög
áhyggjufuliur út af ástandi
hersins, yfir haldlitlum ioforð-
um Baiidamanna, yfir sífelid-
um hungursneyðum, yfir komm-
únistunum og fyrst og fremst
yfir verðbólgunni. í stöðugt rík-
ari mæli finnur hann, að í raun
og veru getur hann engum
treyst nema sjálfum sér, og
starfsorka hans fer æ meira í
að inna af hendi minniháttar
framkvæmdaatriði.
Vald og áhrif stjórnarinnar
eru þverrandi. Harðsnúnar
bændauppreisnir hafa brotizt
út. Sumpart eru þær að kenna
framkvæmd skattalaganna, —
einkum kornsskattsins og sum-
part af því, hvað herkvaðning-
in kemur ranglátlega niður. —
Þessar uppreisnir eru talandi
tókn um óánægju fólksins með
það stjórnarfyrirkomulag, sem
bannar alla gagnrýni á opinber-
um vettvangi.
Yfirdrottnunarstefna Japana
í Austur-Asíu er aðeins stund-
arfyrirbrigði. Hin 2000 ára
gamla menning Austurlanda
er sprottin upp úr kínverskum
jarðvegi. Nú er austurlenzk
menníng í deiglunni, og enn sem
fyrr mun hin frjóa mold Kína
verða aflgjafi nýrrar menning-
ar, og kínverska þjóðin forustu-
þjóð Asíu.
<X> • CV3
gTATTU EKKl þarna eins og eitthvert upphrópunarmerki
frammi fyrir mér!“
— F. O. Replier í „English Digest.“