Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 29
RAFEINDIN I ÞJÓNUSTU MANNANNA
27
efni, sem ekki er góður straum-
leiðari, er sett á milli platnanna,
myndast hiti í því. Slík hitun er
nú notuð til að fá fljóta þurrk-
un á krossviði, og í framtíðinni
mim hún ef til viil verða notuð
til upphitunar á húsum, og yrði
hitunartækjunum þá komið fyr-
ir í veggjunum.
Hin tegundin — svo nefnd
,,inductions“ hitun — er notuð
til að herða yfirborðið á ýmsum
smátækjum úr stáli. Oft getur
það verið heppilegra að herða
aðeins yfirborðið á vélarásum
og öðrum vélahlutum, sem ella
mundu verða stökkari, ef þeir
væru hertir í gegn. Slíkir hlutir
eru þá settir inn í hátíðni raf-
spennukefli (,,coils“). Þegar
straumi er hleypt á verða hlut-
irnir hvítglóandi á þrem til
fjórum sekúndum, en á svo
skömmum tíma ná þeir ekki að
hitna í gegn. Vatnsdreifir, sem
umlykur keflið, fer sjálfkrafa af
stað eftir fyrirfram ákveðinn
tíma frá því að straumurinn er
settur á. Vatnsúðinn snögg-
kælir yfirborð stálsins og herð-
ir það án þess að herða kjarn-
an um leið.
Rafeindasmásjáin er vafa-
laust eitthvert þýðingarmesta
tæki, sem vísindin hafa eignast
um langt skeið. Hún getur
stækkað allt að 100.000 sinnum.
Sýklar, sem áður voru ósýnileg-
ir í sterkustu smásjá, sjást nú
greinilega. Efnafræðingar, eðlis-
fræðingar, málmfræðingar og
aðrir þeir, sem fást við rarm-
sóknir á frumeðli efnisheims-
ins, hafa með rafeindasmásjánni
öðlast ómetanlegt rannsóknar-
tæki.
Hvaða öðrum breytingum er
frekari fullkomnun rafeinda-
tækja líkleg til að valda í dag-
legu lífi okkar á næstu tíu ár-
um? Við skulum hugsa okkur,
að við getum skyggnzt inn á
heimili sæmilega efnaðs manns
árið 1955. Á einum veggnum í
stofunni hangir lítill skápur. í
honum er sjálfvirkt símatæki,
sem getur tekið á móti skila-
boðum, þó að enginn sé heima.
Þegar fjölskyldan fer að heim-
an, setur hún tækið í samband.
Ef einhver hringir á meðan
enginn er heima, hljóðritar tæk-
ið hver þau skilaboð, sem upp-
hringjandinn kann að flytja.
Skilaboðin hljóðritast með raf-
segulmagni á hárfínan stálvír,
sem lítill rafmótor vindur af
einu kefli á annað. Vírinn getur
tekið tíu mínútna langt tal og
þegar fólkið kemur heim, getur