Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 80
78
TJKVAL
heilög vé í hjarta hinna stærri
bæja, ógna öryggi fólks vegna
brunahættu, hækka iðgjöld
vegna brunahættu, félagsheild-
inni stórlega í óhag, auka þörf-
ina á erlendum gjaldeyri
vegna endurtrygginga erlendis,
standa í vegi fyrir skipulagn-
ingu bæjanna og fegrun, en
gera þá að afskræmi í allra
augum, innlendra sem erlenda.
Og ástæðan er einkum sú, að
lóðirnar, sem þessi húshróf
standa á, eru svo óhóflega dýr-
ar, að bæjarfélögin brestur
getu til að eignast þær, þótt
kofarnir sjálfir séu sáralítils
virði. Þá má nefna það, að eng-
inn getur t. d. krafizt þess af
einkaeigendum lands, að verk-
smiðjuhverfi verði fenginn þar
staður. Þó er það mikilvægt
skipulagsmál og félagsmál,
hvar verksmiðjur eru reistar.
Þær þurfa að vera svo í sveit
settar, að flutningar að þeim
og frá verði sem ódýrastir, að
óhollustu stafi ekki af þeim
fyrir umhverfið og í þriðja
lagi þarf að ætla verkamanna-
bústöðum stað svo nærri þeim,
að kostnaður verði sem minnst-
ur fyrir verkamenn af ferðinni
til vinnu og frá, helzt þurfa þeir
að geta matazt heima hjá sér,
nema séð sé fyrir hollum mál-
tíðum á annan hátt.
Lóðamálin torvelda ekki að-
eins, að fóik komi sér upp þaki
yfir höfuðið í þéttbýlinu við
sjávarsíðuna, heldur einnig í
sveitum landsins. Ég hefi ríka
tilhneigingu til að líta á jarð-
irnar sem byggingalóðir. Jarð-
irnar hafa gengið kaupum og
sölum síðan á landnámstíð. í
þúsund ár hefir ísland verið
selt aftur og aftur, og þeir,
sem selt hafa vildu jafnan fá
meira fyrir það, en þeir greiddu
sjálfir.
Sá sem kaupir húsalausa eða
illa hýsta jörð fyrir tugi þús-
unda króna, bindur sér þann
bagga, að hann getur að jafnaði
ekki byggt mannsæmandi híbýli
fyrir sig og sína fyrstu árin.
Og hátt jarðarverð bindur ekki
aðeins kaupendum jarðanna
drápsklifjar, heldur hefir það
og í för með sér hækkun á verði
þeirra afurða, er bændur fram-
leiða til sölu, meðan afurða-
magnið er ekki meira en eftir-
spurnin. En sé framleiðslu-
magnið meira en eftirspurnin
og verðfall blasi við á afurðun-
um, eru ekki önnur ráð til að
forða landbúnaðinum frá hruni
en styrkir í einni eða annarri