Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 15
MATARÆÐI Á ÍSLANDI
13
járnþörfinni, enda bentu blóð-
mælingar ekki til, að skortur
væri á járni, jafnvel ekki á
þeim heimilum, sem minnst
höfðu járn.
Bíóðmör og lifrapylsa eru
lang-járnauðugust af öllum
okkar fæðutegundum. Slátur-
neyzlan er miklu meiri í sveit-
um (100 g), en í kaupstöðum
(29,5 g), og er þar að finna
ástæðuna tii þess, hve jámríkt
fæðið er í sveitunum.
Helztu matartegundir.
Hér að framan hefir verið
gerð nokkur grein fyrir sam-
setningu fæðisins með tilliti til
næringarefnaflokka og ýmissa
annarra efna. Að lokum verður
skýrt frá neyzlumagni ein-
stakra matartegunda, og gefur
taflan á bls. 14—15 glöggt yfir-
Iit um það.
Fyrsti liðurinn er kornmat-
ur allskonar. Neyzla hans er
nokkuð svipuð að magni í
sveitum og kaupstöðum eða
948 og 927 he. að meðaltaii. í
kaupstöðum er þetta stærsti
liðurinn, gefur 30,7% af öllu
orkumagninu, en í sveitunum
aöeins 28,1% og kemur þar
næst mjólkurmatnum.
Næsti stóri Iiðurinn er
mjókurmatur, og munar þar
mest um mjólkina sjálfa, þá
smjör, skyr og osta. í kaup-
stöðum fæst að jafnaði 20,5%
af fæðismagninu úr þessum
flokki, en í sveitunum 31,7%.
Meðal kaupstaðanna skar Suð-
ureyri sig úr. Þar fæst aðeins
10,5% fæðis úr mjólk, enda
sáust þess greinilega merki á
því, hve kalksnautt fæðið var
þar.
Af sveitunum eru Kjalarnes
og Kjós hér lægstar í flokki.
Þessar sveitir eiga mjög hægt
með að koma mjólkinni á
markað, og má að vísu segja
sama um Eyjafjörð. Sjálf
mjólkurneyzla er þó ekki áber-
andi minni í þessum sveitum
(Kn. og Ks.) en öðrum. Aðal-
munurinn lá í því, hve smjör-
neyzlan var þar lítil, aðeins
6,4 g, en meðaltal allra sveita-
heimilanna var 21,4 g.
Mjólkurneyzlan er mikil hér
á landi, og stöndum. vér í því
efni framar flestum þjóðum,
t. d. mun hún hvergi meiri eða
jafnvel eiris mikil á hinum
Norðurlöndunum. Meðaltal
kaupstaðaheimilanna hér er
um 0,625 lítrar og nálega
helmingi hærra í sveitum. Á
dönsku kaupstaðarheimilunum