Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 88
86
XJRVAL.
hverfur ef þau eru sniðbundin,
segja menn. Ég hef aldrei séð
þess getið, að manninum væri
fundið það til foráttu, þótt
augun séu með ákveðinni lög-
un og á svipuðum stað í mönn-
um yfirleitt, eða hvort hornin
á jakkanum eru hvöss eða ekki.
Það er hlutverk húsameist-
arans, að sjá um að húsin svari
til ætlunarverks síns fyrst og
fremst, sem hollir, þægilegir
menningarbústaðir. Annað
skiptir minna máli, og hið per-
sónulega svipmót er einkum
innan veggja en ekki utan,
hvað, sem menn halda um það,
að lítt athuguðu máli.
Ég hef nú drepið á ýmis at-
riði, sem ég hygg í fljótu
bragði að skipti talsverðu
máli frá félagslegu sjónarmiði,
og tel ég, að þessi atriði þurfi
rækilegrar athugunar við og
undirbúnings, áður en hafizt
yrði handa um framkvæmd
stórfeldrar áætlunar í bygging-
amálum. En áætlun er jafn
nauðsynleg fyrir því. Vér verð-
um að samhæfa krafta vora í
þessum efnum sem öðrum og
skipuleggja með hag alþjóðar
fyrir augum. Margir fá hroll,
er þeir heyra skipulag nefnt,
en benda má á það, að það er
nokkuð ákveöiö skipulag í öllu.
skipulagsleysij, af þeirri ein-
földu ástæðu, að til eru lögmál,
sem fara sínu fram og hafa
fyrirfram ákveðnar afleiðingar
ef ekkert er gert til að hefta
þær afleiðingar eða temja lög-
málin í þjónustu heildarinn-
ar.
Við skulum því gera ráð
fyrir skipulagningu og áætlun
í þessum efnum, þótt ekki verði
enn sagt, hvenær framkvæmd
geti hafizt fyrir alvöru. Hin
mikla byggingaþörf krefst
mikils fjármagns, og nauðsyn-
fegt er, að þegar sé eitthvað
verulegt gert til að tryggja,
að það fjármagn fáist, er til
kemur. Virðist mér, að til
greina geti helzt komið skyldu-
sparnaður, er varið verði til
fjárbindingar í byggingum. Er
það skoðun mín, að skyldu-
sparnaður í þessu skyni hefði
átt að hefjast fyrir löngu. Að
vísu skal það játað og viður-
kennt, að f jöldi manna, bæði til
sjávar og sveita, hefir lagt fé
til hliðar í þeim ákveðna til-
gangi að nota það til bygginga,
strax og ástæður leyfðu. Gagn-
vart þeim mönnum væri kvöðin
um skyldusparnað óþörf, en
hún gæti heldur ekki verið