Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 125
DARWIN
123
sem tímar líða, breytist og um-
hverfið — frá hafi til lands, frá
dölum til fjalla, frá ísöldum til
hlýrri tímabila, og svo fram-
vegis. Meðan á breytingum
þessum stendur, verða lífver-
urnar að breytast líka, eða þró-
ast úr einni tegund í aðra, til
þess að þær geti lifað við hin
nýju skilyrði. Þessi þróun er
kölluð úrval náttúrunnar —
það er að segja: Náttúran vel-
ur úr þau einkenni, sem gerir
tegundinni fært að lifa og eyð-
ír þeim einkennum, sem ekki
eru lengur lífsnauðsynleg í hinu
nýja umhverfi.
Þetta, er í fám orðum, saga
þróunarinnar. Hin ótakmark-
aða lífssköpun leiðir tii lífs-
baráttunnar og þess, að hinn
hæfasti lifir sökum úrvals nátt-
úrunnar og þar af leiðandi þró-
unar frá einni tegund til ann-
arar. Samkvæmt þessari kenn-
ingu er maðurinn kominn að-
eins stuttan spöl frá lægri dýr-
urn. Darwin skýrir þetta í
næstu bók sinni — Ætterni
mannsins.
Kenningin um að menn séu
komnir af öpum er venjulega
bendluð við Darwin. Sannleik-
urinn er sá, að hann hélt aldrei
neinu slíku fram. Skoðun hans
var sú, að bæði menn og apar
væru komnir af sama forföður
langt aftur í forneskju, og væri
hann nú útdauður. Apinn er,
með öðrum orðum, ekki forfað-
ir okkar heldur fjarskyldur
frændi.
Darwin áleit manninn æðstu
dýrategund jarðarinnar. Hann
öðlaðist yfirburði sína yfir önn-
ur dýr samkvæmt lögmálinu, að
sá lifi, sem hæfastur er. Með
orðinu hæfastur á Darwin ekki
endilega við styrk eða kjark,
heldur hæfileikann a:ð laga sig
eftir kringumstœ'ðum. Meðal
lægri dýrategunda skeður eyð-
ing náttúruúrvalsins með
líkamlegri baráttu. En í mann-
heimi hefir barátta einstakl-
inganna vikið smá saman fyrir
þróun þjóðfélagslegrar sam-
vinnu. Eigingjarn ágangur er
að hverfa fyrir gagnkvæmri
hjálp. Þrátt fyrir einstök bak-
föll — svo sem hina skamm-
vinnu sigra manna eins og
Napóleons eða Hitlers — er
lögmál siðmenningarinnar að
skapast hægt og örugglega úr
lögleysi frumskógarlífsins.
Skref fyrir skref erum við að
læra þá lexíu, að bezta leiðin til
þess að tryggja líf hvers ein-
staklings, sé að stuðla að vin-