Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 83
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
81
sveita frá féiagslegu sjónar-
miði. Herra Arnór Sigurjóns-
son gerði djarfa og að því er
mér virðist mjög athyglisverða
áætlun um, hversu bæta mætti
úr ástandinu í byggingamálun-
um á 10 árum. Gerði hann
sundurliðaða grein fyrir kostn-
aði við efni og vinnu, og kom
í ljós að um 43% af verði svo-
nefnds vísitöluhúss húsameist-
ara voru efni, en 57% vinna.
Þar sem byggingare,fnið er
að miklu leyti erlent og inn-
lendu byggingarefni gerð sér-
stök skil á þessari ráðstefnu,
mun ég ekki ræða um það. Hins
vegar vil ég fara nokkrum orð-
um um hinn liðinn, kostnað
vegna vinnulauna. Það er mál,
sem snýr að okkur sjálfum.
Þegar þess er gætt, að hús-
næði er ein af frumþörfum
hvers einasta þjóðfélagsborg-
ara, er auðsætt mikilvægi þess
að vinnuaflið sé hagnýtt eins
skynsamlega og frekast er
kostur.
Mikill fjöldi iðnlærða manna
kemur við sögu, þegar hús er
byggt. Nægir að nefna trésmiði,
múrara, raflagningamenn, mið-
stöðva- og pípulagningamenn,
málara, veggfóðrara og dúk-
lagningamenn og munu tæp-
lega allir upp taldir, að ógleymd-
um húsameistaranum, sem ger-
ir teikningarnar.
Um langt skeið hefir að-
gangur að ýmsu iðnnámi verið
mjög takmarkaður. Að nokkru
kann þetta að hafa stafað af
sýnilegum erfiðieikum á að sjá
ungum mönnum fyrir kennslu,
en þó miklu fremur af hinu,
að sveinar í iðngreinum hafa
getað gert það að skilyrði í
samningum sínum við meist-
ara, að ekki yrði hleypt nema
mjög takmörkuðum fjölda
ungra manna að námi.
Orsaka slíkra tálmana er
sjálfsagt fyrst og fremst að
ieita í atvinnuleysi kreppuár-
anna fyrir stríðið, en það at-
vinnuleysi tók ekki síður til
algengra, ófaglærða verka-
manna en iðnaðarmanna. At-
vinnuleysi unglinga í bæjum
var fullkomið félagslegt vanda-
mál ekki sízt fyrir þá
sök, að atvinnuleysi ung-
linga er mestur sálarháski
af öllu atvinnuleysi. Gamla
stjórnarskráin sagði: „Engin
bönd má leggja á atvinnu-
frelsi manna, nema almenn-
ingsheill krefji, enda þarf
lagaboð til“. Og þetta lagaboð
kom, en hitt skil ég ekki, hvern-