Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 23
BÖKAGERÐ
21
pergamentið á sérstakan, efna-
fræðilegan hátt, að lesa úr upp-
haflegu skriftinni. Þannig hafa
þeir fundið ýmsa kafla úr bók-
menntum fomaldarinnar, sem
annars hefðu alveg glatazt.
Það er svo um margar bækur
fornaldarinnar, að það er ein-
ungis tilviljun, hvort þær hafa
tapazt eða geymzt síðari tím-
um, þó að sumar, eins og t. d.
biblían hafi verið meðhöndlað-
ar umhyggjusamlega og stöð-
ugt endurritaðar. örlög bók-
anna í heimi hrörnunar, elds og
styrjalda er sárgrætileg saga.
Gerið ykkur í hugarlund gleði
vísindamannsins, er hann finn-
ur tapað listaverk eftir sígild-
an höfund, þegar hann er að
grúska í gömlum handritum.
Slíkar uppgötvanir eiga sér
stað við og við og sumum les-
endum finnst þær eins mikils-
verðar og fundur norðurheims-
skautsins.
Pergamentið, eða skinnið,
var notað til að skrifa á það
langt aftur í öldum. En ef við
hefðum lifað í Róm eða Aþenu
f jórum öldum fyrir Krists burð
og hefðum reynt að kaupa ein-
tak af kvæði eftir Virgil eða
Hómer, þá hefði það ekki verið
ritað á skinn, heldur á lengjur
úr þurrkuðum stönglum jurtar,
er papyrus heitir. Þaðan er orð-
ið pappír runnið. Papyrus er seig
vatnajurt, sem vex á Egypta-
landi. Það getur hafa verið sef-
ið, sem Móses fannst í. Stöngl-
arnir voru klofnir, fergðir, og
þurrkaðir og því næst límdir í
lengjur og þær vafðar saman.
Frá Egyptum barst sefpappír-
inn til Grikklands og Rómar
og annarra nærliggjandi landa.
Mestur hluti hins bezta í grísk-
um og latneskum bókmenntum
hafði verið skrifað áður en hið
seiga pergament komst í al-
menna notkun. Gríska nafnið á
trefjum sefpappírsins var
biblos og það er þess vegna, að
bók bókanna er kölluð biblía.
Þegar sagt er, að Forn-
Egyptar hafi verið mikil þjóð,
þá verður okkur fyrst að hugsa
til pýramídanna, sfinxanna,
múmíanna og konungagraf-
anna, sem grafnar hafa verið
upp. En pýramídarnir, sem
virðast munu standa. að eilífu,
eru ekki eins merkilegur menn-
ingarskerfur og hinar þunnu
sefpappírsléngjur, sem ekki
einungis Egyptar, heldur og
allar þjóðir við Miðjarðarhaf,
skrifuðu á hugsanir sínar. En
Egyptar létu ekki aðeins í té