Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 42
40
tíRVAL,
Fyrst þegar ég heyrði Roose-
velt Wilson nefndan var hann
sem hundur eltur af öðrum
hundum. Hann var svart dýr á
flótta, sem skotið yrði, ef það
sæist, og nöktu hræinu fleygt í
skurð, hröfnum og hræfugium
að bráð. Hann hafði nauðgað
hvítri konu á kartöfluakri í
Bug Tussle, og nú voru blóð-
hundar og lögreglumenn á hæl-
um honum. Þetta var gömul
saga í Suðurríkjunum, sem
sífellt var að endurtaka sig. Ég
skrifaði því smá-fréttaklausu í
blaðið um þennan hversdagsat-
burð.
Þegar hið svarta flótta-
dýr var fundið og búið var að
„bjarga því undan“ í fangelsið,
skrifaði ég grein í blaðið, þar
sem ég óskaði lögreglustjóran-
um til hamingju með, að hann
hefði íorðað Alabamaríki frá
því að framin yrði aftaka án
dóms og laga innan landamæra
þess, en slíkt hafði nú ekki
komið fyrir í þrjú ár.
Þegar ég kom að dómshús-
inu til að vera viðstaddur rétt-
arhöldin, var allt með venjuleg-
um svip. Ég settist ásamt
fréttaritara frá Associated
Press inn á kaffistofu hinu meg-
in við götuna. Við spjölluðum
saman um málið og létum í ljós
þá von, að réttlætinu yrði full-
nægt sem fyrst, svo að við gæt-
um komizt aftur til Birming-
ham fyrir myrkur.
Um tvö þúsund manns höfðu
safnast saman á götunum, sem
lágu að torginu fyrir framan
dómshúsið, og margir voru með
byssur og barefli. Tvær sveitir
vopnaðra varðmanna höfðu
komið fyrir vélbyssum kring-
um dómshúsið, og í gegnum há-
talara hrópaði einn liðsforing-
inn í sífellu til mannfjöldans
og bannaði mönnum að fara
inn á torgið. Engum var leyft
að fara inn í dómshúsið nema
þeim, sem beðið höfðu í röðum
og fengið aðgöngumiða að rétt-
arhöldunum og á öllum var
leitað að vopnum, konum jafnt.
sem körlum. í dómssalnum var
allt eins og venjulega, vopnað-
ir verðir meðfram veggjum og
í andyrinu.
Búið var að velja kviðdóm-
endurna, þegar ég settist við
borðið, sem í skyndi hafði verið
sett upp handa okkur tveim ut-
anbæjarfréttariturunum. Menn
höfðu ekki búizt við okkur.
Þetta var hversdagslegt mál,
enda mundum við ekki hafa
verið sendir, ef fréttaefni hefði