Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 45
DÖMSMORÐ I SUÐURRlKJUNUM
43
ég að komast þarna upp og
segja sannleikann.“
Það var vissulega ekki göf-
uglyndi, sem réði því, að ég
blandaði mér í samtalið. Ég
vildi aðeins reyna að gera svo-
lítið meira fréttaefni úr þessu
ómerkilega máli. Ég greip fram
í. „Það er rétt hjá þér, Roose-
velt, ef þeir eru að ljúga, þá
verður þú að fara þarna upp og
segja sannleikann. Þeir neyðast
til að hlusta á þig.“ Verjendurn-
umir urðu að viðurkenna, að
„auðvitað getur rétturinn ekki
neitað honum um lagalegan
rétt hans til að bera fram vörn
í máli sínu,“ en það væri bara
tilgangslaust. Þegar þeir voru
farnir, fór ég aftur inn og
mælti nokkur hvatningarorð
til Roosevelts.
„Láttu ekki kúga þig, Roose-
velt. Lofaðu þeim að heyra
sannleikann," sagði ég. Og nú sá
ég á andliti negrans svip, sem
sem ég sízt af öilu kærði mig
um að sjá. Ég hlýt að hafa verið
fyrsti hvíti maðurinn, sem
nokkurntíma hafði vikið að
honum vingjarnlegu orði. Það
hafði sömu áhrif eins og þegar
hundi er klappað vingjarnlega.
Þrjóskufull sjálfsvörn hins of-
sótta lítilmagna hvarf úr svip
hans, og ég sá, að hann var ekki
nafnlaust dýr, heldur lifandi,
mannvera, gædd mannlegum
tilfinningum og vilja. Hann
sýndi mér allt sitt auma líf,
einstæðingskap þess og ótta.
Ötta við mennina og ótta við
blóðhundana. Ötta við fangelsið
og ótta við rafmagnsstólinn.
Það fór skjálfti um mig og ég
hypjaði mig burtu.
Eftir hádegið tók annar verj-
andinn til máls og tilkynnti
réttinum hátíðlega, að þeir
hefðu ráðlagt sakborningi að
láta falía niður vörn, en hann
krefðist að fá að neyta réttar
síns. Nú yrði sakborningur því
leiddur fram til að bera fram
vörn í máli sínu. Ef kveikt hefði
verið á eldspýtu í salnum, á
meðan Roosevelt gekk upp að
vitnastúkunni, mundi salurinn
hafa sprungið í loft upp. Ég
hefi aldrei fundið slíka ógnun,
slikt skipulagt hatur beinast að
einum auðnulausum vesaling.
Varðmennirnir gripu til vopn-
anna og dómarinn barði í borð-
ið og heimtaði kyrrð í salnum,
þó að inni ríkti grafarþögn.
„Jæja, Roosevelt, byrjaðu þá
á sögu þinni,“ sagði verjand-
inn, „og hafðu hana stutta“.
Hann gerði enga tilraun til að