Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 126
124
TJRVAL
samlegu sarnstarfi alls mann-
kynsins.
Darwin álítur, að maðurinn
sé félagsleg vera. Hann er
ekki fallinn engill, heldur
endurfæddur villimaður. Veg-
ur hans liggur ekki niður á
við, heldur upp. Á hinn taóginn
er hann þó ekki sérstæð lífvera,
óskyld öðrum dýrum. Þvert á
móti er hann náskyldur öllu,
sem lifir, hrærist og heyr bar-
áttu á jörðunni. Á mælikvarða
lífsþróunarinnar verður hann
enn að teljast til dýranna. En
hann er dýr, gætt óendanlega
miklum hæfileika til að elska.
V
Líf Darwins var ef til vill
bezta sönnunin fyrir framþró-
unarkenningu hans. Hæfileiki
hans til að elska virtist vaxa
ár frá ári. Hann laðaðist að
fólki og fólk laðaðist að hon-
um. í blágráum augum hans
ljómaði ávallt samúð og skiln-
ingur. Það var svo gæzkurík ró
yfir svip hans, að ókunnugir
komu úr fyrstu heimsókninni
til hans með tárin í augunurn.
Nánir vinir hans — og hann
var vinmargur maður — fundu
„stöðuga blessun“ í hinum
milda persónuleika hans. Vin-
áttan var í augum Darwins
mesta blessun, sem mann-
kyninu hafði hlotnazt. „Talið
um frægð, virðingu, skemmtun
og auðæfi,“ skrifaði hann í einu
af bréfum sínum, „allt þetta er
einskisvirði, samanborið við
ástúð vináttunnar."
En vinsemd hans kom skýrt
í Ijós gagnvart andstæðingum
hans. Þrátt fyrir allar átölurn-
ar, svaraði hann þeim aldrei
með höstugu orði. Þvert á móti
þakkaði hann þeim ávallt fyrir
gagnrýnina. Því að aðaltilgang-
urinn í lífi hans var að finna
sannleikann. Og í leitinni að
hinum leyndu götum sannleik-
ans „sjá betur augu en auga.“
Hann var alltaf reiðubúinn að
víðurkenna veilur í röksemda-
færslu sinni — játa ósigur sinn,
þegar rök andstæðinganna voru
meira sannfærandi en hans
sjálfs. „Ef ég hefi á röngu að
standa, þá er það þeim mun
betra því fyr sem ég er sleginn
niður.“ Hann hreykti sér aldrei
gagnvart mótstöoumönnum
sínum eða samverkamönnum.
Alla ævi kom hann fram eins
og auðmjúkur aðstoðarmaður,
en ekki sem drottnandi herra.
Hann var sérstaklega þakklát-