Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 81
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
79
mynd, er greiddir séu af al-
manna fé. Hér ber því allt að
sama brunni: Ekki verður hjá
því komizt að velta jarðaverð-
inu að nokkru yfir á almenning,
annað hvort með hækkun á af-
urðaverðinu eða með styrkj-
um. Það var svo fyrir stríðið,
að bændur gátu almennt ekki
hýst jarðirnar sökum fjár-
skorts. Gjaldþol almennings
þoldi ekki öllu hærra vöruverð,
en þó var það verð, er bændur
fengu, svo lágt, að þeir sátu
með skuldaklafann sem snöru
um hálsinn óg gátu ekki ráðizt í
neitt. Þeir fengu að reyna það
ekki síður en margir aðrir, að
það er dýrt að vera fátækur.
Ölga stríðsáranna í f jármálum
hefir náð til jarðaverðsins ekki
síður en annarra sviða þjóð-
lífsins. Jarðir eru nú almennt
seldar og keyptar við slíku
ofurverði, að stórbölvun mun
af hljótast í framtíðinni, ef
slíku fer enn fram í stór-
um stíl. Að vísu er jarða-
verðið mjög breytilegt eftir
staðháttum, ekki síður en lóða-
verð í kaupstöðum. Þar sem
jarðhiti er, mun þó verðið
vera liæst. Hveragerði stendur
m. a. á landi, sem er í einka-
eign. Fyrir tilmæli þorpsbúa
freistaði ríkisstjórnin þess að
fá landið keypt. Og hún gat
fengið það keypt. En rúmlega
120 hektarar áttu að kosta yfir
650 þúsund krónur. Þetta verð
er hœrra en fasteignamat allra
jar'öa og landa í Austur-Barða-
strandasýslu eða Austur-
Skaptafellssýslu, hvorri fyrir
sig, hærra en tvöfalt fasteigna-
mat Neskaupstaðarlóðar og
nálægt tveir þriðju af
fasteignamati kaupstaðarlóðar
Akraness, sem er víðlend og í
góðri rækt eins og kunnugt er.
Þetta dæmi sýnir, að stefnt er
út í hreinar öfgar um verð
landa í sveitum líka, svo fremi
löndum búi yfir einhverjum
kostum, er gera þau byggileg,
og þarf varla til.
Ég sé enga skynsamlegri
leið út úr þessu vandamáli en
þá, að ísland eigi sig sjálft og
sé ekki til sölu. Mér finnst það
engin goðgá eða fjarstæða að
láta sér detta í hug, að ríkið
keypti allar jarðir, sem eru í
eign einstaklinga og greiddi
eigendunum andvirði þeirra
eftir áætlun á mörgum árum
með jöfnum afborgunum. Með
því móti fengju bændur tals-
verðan höfuðstól, er þeir gætu
varið til að hýsa jarðirnar og