Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 108
Grein þessi lýsir, hvernig
umhorfs er í —
Kína eftir sjö ára styrjöid.
Grein úr „Fram“,
eftir Theodore H. White.
p ÍKJANDI skoðanir í Evrópu
*'■ og Ameríku um ástandið í
Kína eru í meginatriðum þrjár.
Sú fyrsta á rót sína að rekja
til hvítra verzlunar- og ævin-
týramanna, er tóku sér ból-
festu í strandhéruðum Kína í
fjárgróðraskyni, og er á þá leið,
að allir Kínverjar séu undirför-
ulir, óáreiðanlegir, huglausir og
illa innrættir. Það verði því að
fara með þá eins og óæðri þjóð
og halda þeim í skefjum með
vopnum og fallbyssubátum.
Önnur er sprottin af þeim
ævintýraljóma, sem nafn frú
Chiang Kai-shek er sveipað í
augum vestrænna þjóða. Ekkert
er jafn óyggjandi tákn um gáf-
ur þessarar mikilhæfu konu,
og hæfileiki hennar til að veita
þjóð sinni hlutdeild í ljóma
þeim, sem stafar frá per-
sónuleik hennar. Samkvæmt
þeirri skoðun eru allir Kínverj-
ar göfuglyndir og heiðarlegir,
stjómað af göfugum mönnum,
er í störfum sínum láta stjóm-
ast af heimspekilegu hug-
myndakerfi, sem er eins konar
sambland af kristindómi og
kenningum Confúsíusar. Þar
þekkist ekki spilling eða sund-
urlyndi. Sigrar Kínverja yfir
Japönum séu einungis að þakka
dugnaði þeirra, dirfsku og sið-
ferðisþreki. Kínverska þjóðin
úthelli blóði sínu í þágu alls
mannkynsins.
Þriðja skoðunin er sameigin-
leg jafn ólíkum aðilum og
Kommúnistaflokki Kína og hin-
um vonsviknu, útlendu sendi-
fulltrúum í Chungking. Hún er
á þá leið, að stjórnarklíkan í
Chungking sé í raun og sannleika
fasistísk. Að hún hafi aðeins á
sér yfirskin lýðræðis. Banda-
menn séu ginntir til að styðja
og styrkja stjórn, sem aðeins
reyni að safna vopnum og vist-
um til borgarastyrjaldar, er
ekki verði umflúin. Stjórnin í
Chungking leggi ekki áherzlu á