Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 131
Framh. af 2. kápusíðu.
azt að leiðrétta þennan misskiln-
ing- að einhverju leyti, bauð
„Saturday Review‘“ þing-mannin-
um og nefndinni til fundar í New
York 20. júlí síðastliðinn. Fjmd-
arboðið vakti mikla athygli og
margir óskuðu eftir að vera
áheyrendur að umræðunum á
fundinum. Leyfi til fundarsetu
fengu: formaður ameriska rit-
höfundafélagsins, formaður al-
þjóðafélags rithöfunda (P.E.N.),
ritari félags útgefenda, formaður
, ,Book-of-the-Month Club' ‘ og rit-
stjóri „New York Times“.
Taft þingmaður tók fyrstur til
máls og hnigu ummæli hans
mjög í sömu átt og i bréfi hans
til „Saturday Review“. Áður en
hann lauk máli sínu, tjáði hann
sig fúsan til að bera fram breyt-
ingartillögu, þegar þingið kæmi
saman 1. ágúst, sem fæli í sér
rýmkun á bannákvæðunum, ef
það gæti orðið til að auðvelda
starf nefndarinnar. Lítil von
væri þö til, að breytingartillagan
fengi fljóta afgreiðslu. Lýsti
harrn afstöðu nefndarinnar og
kvaðst fagna tilboði þingmanns-
ins um flutning breytingartillög-
unnar. Hins vegar mundi nefnd-
in bíða átekta og ekki breyta
afstöðu sinni fyrr en tillagan
hefði hlotið samþykki þingsins.
Þannig stóð þá málið 20. júlí.
Þingið átti að koma saman X.
ágúst til stuttrar setu og litlar
líkur til að hægt yrði að fá til-
löguna samþykkta á því þingi.
„Saturday Review“ tók þá það
ráð að skrifa öllum þingmönn-
um bréf þar sem það spurði
hvern einstakan þingmann um
afstöðu hans til þessa máls, og
jafnframt hvort hann mundi
gagnrýna útgáfunefnd hersins,
ef hún dreifði „Yankee from
Oiymps“ og „The Republic“ út
á meðal hermannanna ásamt
öðrum nýjurn bókum.
1 ritstjómargrein í „Saturday
Review“ 19. ágúst er skýrt frá
þvi, að breytingartillaga í sam-
ræmi við ummæli Tafts þing-
manns hefði verið samþykkt í
þinginu. Hafði hún fengið fljóta
afgreiðslu eftir að formenn
beggja þingflokka höfðu lýst sig
fylgjandi henni. Jafnframt var
skýrt frá því, að útgáfunefnd
hersins hefði lýst þvi yfir, að
með þessari breytingu á lögun-
um, teldi hún, að héðan i frá
immdu lögin ekki verða sér nein
hindrun í starfinu, og að bann-
inu á „Yankee from Oiympus“
og „The Republic“ mundi nú
verða aflétt. Að lokum lýsti
blaðið ánægju sinni yfir þvi, að
mál þetta skyldi fá svo ánægju-
legan endi, og væri það ótví-
ræður vottur um, að lýðræðið
væri lifandi afl í lífi þjóðarinnar
og fælist í því öryggi fyrir þegn-
ana, sem sízt yrði of-metið.
Framhald af öftustu kápusíðu.
Þó að alþýðlegar greinar um tækni og vísindi hljóti þannig að
vera drjúgur hluti af efni Úrvals, mun þó enganvegimi gleyrnt því,
sem til skemmtunar horfir. Bókmenntir og önnur menningarmál
munu einnig hljóta sitt rúm. I þessu hefti byrjar t. d. greinaflokkur
um bókmenntir, og hefir Úrval fengið bókfróðan kunnáttumann til
að annast hann. Greinin í þessu hefti heitir „Bókagerð". Stuðst
verður aðallega við „Sögu heimsbókmenntanna" eftir John Masey,
en þó mun verða viðað efni víðar að, ef svo ber undir.