Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 13
MATARÆÐI Á ÍSLANDI
11
hliðsjón af því, fæst réttari
mynd af því, hvernig raunveru-
lega er séð fyrir kalkþörfinni.
Með slíkum útreikningi kem-
ur í ljós, að ekki er eins vel séð
fyrir kalkþörfinni og áður
nefndar tölur benda til. Æski-
iegt er, að kalkneyzlan sé
ekki minni en 0,68 g á ein-
ingu eftir kalkvísitölunni.
Meðaltal í kaupstöðum reynd-
ist hinsvegar 0,61 g, og í
sveitum 1,28 g. Þessar tölur
sýna, að fæðið í sveitunum er
mjög kalkauðugt, svo að vart
verður á betra kosið. Ekkert
heimili þar reyndist hafa minna
en 0,86 g á einingu og aðeins
fjögur minna en 1,0 g. Eins og
vænta mátti er það mjólkin og
mjólkurafurðirnar, sem mestu
valda hér um. Öoru máli gegnir
um kaupstaoina. Verst er þó
ástandið á Suðureyri. Þar er
meðaltalið 0,37 g á einingu og
á einu heimili aðeins 0,25 g.
f Reykjavík er meðaltalið
0,59 g. Aðeins á einu heimili
þar má með vissu segja, að
kalkið hafi náð æskilegu magni,
en þar var það 0.82 g. Annað
heimili var rétt á takmörkum
0,68 g, 7 heimili eru á milli
0,5 g og 0,67 g, en þar af eru
5 með 0,62 g og meira. 4 heim-
ili eru rétt undir 0,5 g og eitt
með 0,39 g. í hinum þrem
kaupstöðunum eru engin heim-
ili neðan við 0,5 g, 4 heimili
milli 0,5 g og 0,67 g, en 8
heimili fyrir ofan 0,7 g.
Af þessum tölum má sjá, að
nokkuð skortir á að kaupstað-
irnir, einkura þó Suðureyri og
jafnvel Reykjavík líka, fái það
kalkmagn, sem telja verðiu'
æskiiegt. Þar eð grænmetis-
neyzla er lítil og ávextir ekki
teljandi, er kalkmagnið að lang
mestu leyti háð mjólkurneyzl-
unni. Mjólkurneyzlan í kaup-
stöðum má víða teljast sæmi-
leg — meðaltal 679 g á dag —
nema á Suðureyri, þar er hún
aðeins 356 g, næst kemur
Reykjavík með 637 g, en hæst
er Akureyri með 978 g.
Þótt nokkuð vanti þannig á,
að alls staðar sé örugglega séð
fyrir kalkþörfinni í kaupstöð-
um, munum vér yfirleitt fylli-
lega þola samanburð við aðrar
þjóðir. Enda þykir það mjög
vilja brenna við meðal fátæk-
ara fólksins í kaupstöðum er-
lendis, að kalkið sé af skornum
skammti. Rannsóknir í Banda-
ríkjunum sýna, að þar er kalk-
magnið miklu oftar undir 0,7 g
á kalkneyzlueiningu, og meðal