Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 122
120
ÚKVAL
efni svo langan tíma, er eins og
Darwin hafi tileinkað sér eitt-
hvað af þrautseigju hrúður-
karlsins. Margir af vinum hans
gerðu gys að honum fyrir að
leggja svo mikið að sér við svo
lítilsvert verkefni. En hann
var að vinna sér álit sem fram-
úrskarandi náttúrufræðingur
og þjálfa gáfurnar fyrir hið
mikla lífsstarf sitt. Því að öll
þessi ár var hann smámsaman
að viða að sér efni, rannsaka
það nákvæmlega og gagnrýna
og byggja upp kenningu sína
um uppruna tegundanna og
ætterni mannsins.
IV.
Darwin var ekki upphafs-
maður framþróunarken ningar-
innar. Mörg þúsund árum fyrir
Krists burð höfðu kínverskir
rithöfundar komið fram með
óljósa hugmynd um, að maður-
Inn væri kominn af lægri dýr-
m Þessi hugmynd hafði verið
skírð frekar af gríska spek-
ingnum Epicurusi (342—270
f. Kr.), og rómverska skáldinu
Cucretiusi (98—55 f. Kr.). En
með kristninni varð sköpun-
arsagan þróunarkenningunni
yfirsterkari, og það var ekki
fyrr en á dögum Ðarwins, að
þessi kenning var vakin upp
aftur og rökstudd vísindalega.
Þegar Darwin var tilbúinn
að birta þróunarkenningu sína,
var honum innanbrjósts, eftir
því sem hann sjálfur segir, eins
og „manni, sem ætlar að fara
að drýgja morð.“ Hann var líka
í þann veginn að ganga milli
bols og höfuðs á rétttrúnaðar-
hugmyndum manna um mann-
inr. og guð. Hann bjóst við, að
allir myndu sýna sér fyrirlitn-
ingu. I bréfi til vinar síns, Gay
prófessors við Harvardháskóla,
skrifaði hann: „Sem heiðarleg-
ur maður, verð ég að segja þér,
að ég hefi komizt að þeirri nið-
urstöðu, að tegundir, skapaðar
sjálfstætt, eni ekki til ... Ég
veit, að þetta mun koma þér til
að fyrirlíta mig ...“
En snilligáfa hans hafði gert
honum kleift að gera mikla
uppgötvun, og heiðarleiki hans
unni honum engrar hvíldar,
fyrr en hann hafði skýrt heim-
inum frá þessari uppgötvun.
Og þess vegna taldi hann það
skyldu sína að sálga gamalli
kredaukenningu til þess að geta
endurreist, að hans áliti, enn
þá eldri sannleika.
En þó að hann þyrfti að
deyða, þá gerði hann það með