Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 94
92
tJHVAL.
Þetta fagra tré hefir því orð-
ið að ákaflega mikilvægum
þætti í heimsviðskiptunum, þó
að upprunalega kæmi það að-
eins að gagni frumbyggjum eyj-
anna, þar sem það átti heima.
Það er alkunnugt, að tíðum
sækir „pest“ á ræktaðan gróð-
ur. Kemur það þá fyrir, að það
getur valdið uppþoti í hinum
stærri kauphöllum heims, ef mn
það fréttist, að pest hafi kom-
ið upp í einhverjum hinna víð-
áttumiklu kókospálmaekra. —
Þetta kemur svo fram við eyj-
arskeggja á pálmaeyjum í
Kyrrahafi, í þúsund mílna fjar-
lægð. Ef markaðurinn offyllist
hinsvegar, hjá verzlunarfyrir-
tækjum á norðurhveli jarðar,
þá fellur verð á ko'pra, sem
keypt er á þúsundum kóraleyja
í Suðurhöfum. íbúar þessara
eyja eiga þá bágt með að skilja
það, að þeir fá miklu minna
verð fyrir afurðir sínar, sem
eru bæði meiri að vöxtum og
betri að gæðum, en verið hafði,
ef til vill árinu áður. Það er því
engin furða, þótt þeir álíti að
hvítu mennirnir séu annaðhvort
brjálaðir, eða eintómir svika-
hrappar.
Hugsanlegt er, að í framtíð-
inni verði slík áhrif miklu al-
varlegri, en áður hefir verið,
þar eð bandamönnum er nú,
vegna styrjaldarinnar við Jap-
ani, meinaður aðgangur að
miklum hluta framleiðslunnar
af þessari dýrmætu vöru, og
eru því að gera tilraunir með
ýmisleg gerviefni, sem komið
geta í hennar stað. Árangurinn
er sá, að nú er til efni, sem
kopramarkaðinum mun geta
stafað mikil hætta af, að styrj-
öldinni lokinni. Þetta er hin svo-
nefnda Barbassu-hneta, sem vex
í Brazilíu. Sápa, sem gerð er
úr henni, freyðir engu ver en
sápan úr kopra, og til smjör-
líkisgerðar má einnig nota hana.
Önnur efni eru líka farin að
láta til sín taka, í samkeppni við
kókoshnetuna. Milljónir ekra af
soyubaunum og ertuhnetum
(peanuts) hafa nú verið rækt-
aðar í Bandarikjunum, undan-
farin tvö ár, og tvær brazilískar
pálmahnetutegundir, auk þeirr-
ar, sem áður er nefnd, hafa
verið reyndar í stað kopra,
(muru-muru og tucum), og loks
eru tvær venezúelskar hnetu-
tegundir (macanilla og corozo)
teknar að ryðja sér til rúms, til
sömu nota og kókoshnetan.