Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
ráðast í ræktunarframkvæmdir
fil að bæta fósturjörðina og
sinn eigin hag. Rétt finnst mér,
að ábúendum jarðanna yrðu
svo greidd laun fyrir ræktun-
arf ramkvæmdirnar og jarðrækt-
arstyrkurinn er vísir að slíkum
launum. Með þessu móti fengju
inenn verðug laun fyrir að
græða sár fósturjarðarinnar,
auk þess, sem þeir nytu af-
raksturs búa sinna, ættu hús
sín og tæki sjálfir. 1 stuttu
máli: þeir mundu fá arfinn, er
liðnar kynslóðir skiluðu þeim,
greiddan í peningum, og eign-
ast til viðbótar arð vinnu sinn-
ar. Engir sérstakir menn eiga
loftið, né láta sér detta í hug
að leggja skatt á leiðir lofts-
ins. Slíkur Eyrarsundstollur er
ekki til. Enginn bannar öðrum
að draga fisk úr sjó, því að
sjórinn er ekki einstakra
manna eign. En hvers á jörð-
in að gjalda?
Við skulum hugsa okkur að
Ingólfur Amarson hefði séð
fyrir örlög íslands, og enn-
fremur, að hann hefði gert þá
ráðstöfun, að hundrað góðar
byggingalóðir úr landi hans
skyldu leigðar á 400 kr. hver á
ári og leigan lögð í sérstakan
sjóð. Síðan hefði hann mælt svo
fyrir, að þessi sjóður skyldi af-
hentur íslenzka ríkinu á morgni
hins nýja lýðveldis, svo að
fósturjörðin gæti átt sig sjálf.
Ef Ingólfur hefði gert þetta,
væri sjóðurinn orðinn rúmlega
40 miljónir, þótt ekki væru
reiknaðir neinir vextir.
Fasteignamat á öllum jörð-
um og lendum íslands, að frá-
töldum lóðum 9 stærstu bæj-
anna, er rúmlega 38 miljónir
króna. Þetta dæmi, að leiga
eftir 100 góðar byggingalóðir
í rúm 1000 ár, nemur meiru fé
en samanlagt fasteignamat ís-
lands alls, að frátöldum 9
kaupstaðalóðum, ætti að láta
okkur renna grun í, hvílíkt
fjárhagsatriði það verður fyrir
komandi kynslóðir — ef við
hugsum í kynslóðum — hvort
haldið verður áfram að láta ís-
land vera á uppboði eða ekki.
Rannsókn hr. Arnórs Sigur-
jónssonar á því, hversu vér
erum á vegi staddir í bygg-
ingamálum, virðist leiða í ljós,
að 7200 íbúðir á landinu séu
ófullnægjandi sem íbúðir. Sést
á þessu, hversu risavaxið fé-
lagslegt vandamál hér er á
ferðinni. Hér að framan hefi
ég nokkuð rætt lóðamálin og
þýðingu þeirra til sjávar og