Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL.
og að ég hefði ekki unnt mér
hvíldar, fyrr en ég var búinn að
frelsa hann. Ég vildi, að ég
gæti sagt ykkur, að ég hefði
sagt húsbónda mínum, ritstjór-
anum, til syndanna og sýnt
honum fyrirlitningu mína með
því að segja upp starfi mínu,
og að ég hefði síðan barizt fyr-
ir frelsi Roosevelts með útgáfu
flugrita, sem prentuð voru í
handpressu. En ekkert af þessu
skeði. Ég skýrði málið fyrir rit-
stjóranum og stakk upp á því
að við birtum aðra grein um
það, en hann sagði, „fjandinn
sjálfur, Bill, ertu vitlaus?“ Og
ég kinkaði kolli og sagði, „já,
þér hafið víst rétt fyrir yður.“
Ég fór til ríkisstjórans og
sagði honum alla málavexti.
Hann ypti öxlum og sagði.
„Heyrðu, drengur, ég held þú
séii; ekki með öllum mjalla.
Hvað heldurðu að ég geti gert
í þessu? Þú veizt, hvaða afleið-
ingar það mundi hafa, ef ég
færi að blanda mér í mál eins
og þetta.“
„Já þér hafið víst rétt fyrir
yður,“ sagði ég. „En ég hefi les-
ið um ríkisstjóra, sem ekki
gátu sofið eftir að þeir höfðu
látið viðgangast, að saklaus
maður var tekinn af lífi.“
Hann hló. Ég hló líka. Það
var hlátur, sem menn hlæja
stundum til þess að verjast
gráti. Og svo — þótt ótrúlegt
megi virðast — gleymdi ég
Roosevelt Wilson alveg, og það
var aðeins af tilviljun, að ég sá
hann aftur.
Aftökur í ríkisfangelsinu í
Alabama fara alltaf fram á
fimmtudögum. Því sem næst
vikulega steikir ríkið eitthvað
af svörtu kjöti og stöku sinn-
um eitthvað af hvítu kjöti til
tilbreytingar. I þetta sinn var
hvítur piltur, sem drepið hafði
lögregluþjón, sendur þangað.
Hann var einhversstaðar að
vestan, og hafði verið í flotan-
um. Svo lenti hann á villigöt-
rnn, og eitt sinn, þegar lög-
reglan ætlaði að taka hann fast-
an, varð hann hræddur, missti
stjórn á sér og skaut einn lög-
regluþjóninn. Við höfðum skrif-
að mikið um mál hans og af
meðaumkun, og nú var ég send-
ur til að vera viðstaddur af-
töku hans.
Fangavörðurinn var óþolin-
móður. „Flýtið ykkur, piltar,“
sagði hann við okkur blaða-
mennina. Við eigum eftir að
stúta átta svörtum skrokkum,