Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 101
ER HERNAÐUR ÓHJÁKVÆMILEGUR ?
99
dýrategunda, sem iðka hernað.
Og maðurinn er nú, ekki aðeins
hið æðsta sköpunarverk þróun-
arinnar, heldur og eina „tegund-
in“, sem enn hefir hæfileika til
raimverulegra þróunarfram-
fara. Þess vegna er hernaður
ekki eingöngu viðfangsefni, sem
snertir mannkynið sjálft. Hann
er líffræðilegt viðfangsefni í
allra víðtækasta skilningi. Því
að það getur orðið undir bann-
færing styrjaldar komið, hvern-
ið fer u m hæfileika lífsins til
áframhaldandi þróunar, — þann
hæfileika, sem hefir verið að
dafna jafnt og þétt í þúsund-
milljónir ára. En um þetta get-
ur líffræðingurinn gefið nokkra
von. Hernaður er ekki óumflýj-
anlegur fyrir mannkynið. Árás-
artilhneigingar mannsins er
hægt að leiða inn í nýja farvegi.
Stjórnmálakerfum þjóðanna er
hægt að koma í það horf, að
ekki sé hætt við styrjöldum.
Þessa hluti er hægt að gera. En
þetta útheimtir mikla hugsun og
óhemju mikið starf. Meðan vér
neytum allrar orku vorrar í
hinni yfirstandandi styrjöld, ber
oss skylda til þess að gefa því
jafnframt nokkurn gaum, hver
ráð kunna að vera til þess, að
bannfæra styrjaldir algerlega í
framtíðinni.
■ 4» ■
HiS eilífa kvenlega.
Kona, sem átti heima á mjög afskektum sveitabæ, skrifaði
dagblaði einu: „Við systir mín erum í raun og veru ekki svo
mjög einmanna. Við höfum hvor aðra til að tala við — en okk-
ur vantar einhverja konu til að tala um.“
— Irish Digest.
O
Óskastund.
í andyri eins kvikmyndahúss í Hollywood er óskabrunnur.
Menn fleygja smápeningum í brunninn og óska sér einhvers.
Nýlega bar svo við, að maður nokkur, sem var að fara út að
lokinni sýningu, fleygði skilding í brunninn og sagði. „Eg vildt
óska að ég hefði ekki séð þessa mynd.“
— Sindey Skolsky í „Reader's Digest."