Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 95
Frœgur, brezkur vísindamaður og rithöfundur
svara spurningunni:
Er hernaður óhjákvœmilegur?
Úr bókinni „On Living in a Revolution,“
eftir dr. Juliaxi Huxley.
J)EGAR einhver hugsun er
orðin svo áleitin, að hún
gagntekur algerlega hugann, er
hollt að gera sér far um að
hvarfla frá henni öðru hvoru,
en taka hana síðan til yfirveg-
unar af nýju og leitast þá við að
íhuga hana frá svo hlutlausu
sjónarmiði, sem oss er unnt.
Hernaður er hér engin undan-
tekning.
Hið víðtækasta sjónar-
mið, er sjónarmið líffræðings-
ins, sem htur á manninn sem
sérstaka dýrategund meðal
hundraðþúsunda annarra teg-
unda, ekki annað en „pródúkt“
eða sköpunarverk margra mill-
jóna ára þróunar (og þó hið
síðasta og glæsilegasta).
Hvemig lítur hernaðurinn út,
þegar á hann er bent í safni
líffræðingsins ? í fyrsta lagi
mun líffræðingurinn segja, að
hernaður sé ekkert allsherjar
lögmál lífsins, en hins vegar
harla sjaldgæft líffræðilegt
fyrirbrigði. Hernaður er ekki
hið sama og árekstur eða blóðs-
úthelling. Með hugtakinu
„hernaður" er átt við allt annað
og ákveðið — skipulagsbundinn,
eðlisfræðilegan árekstur (dýra-)
flokka af einni og sömu tegund.
Deilur einstaklinga í sama
flokki, em ekki hemaður, jafn-
vel þótt þær leiði til blóðsút-
hellinga og lífláta. Þegar tveir
graðfolar berjast um merar í
stóði, eða maður drepur annan
mann, eða hundar berjast um
bein, — þá er það ekki hernað-
ur. Keppni milli tveggja mis-
munandi tegunda, jafnvel þó að
leiði til líkamlegra átaka, er
ekki hernaður. Þegar brúna
rottan var flutt til Evrópu, al-
veg óviljandi, og tók að útrýma
svörtu rottunni, þá var það ekki
hernaður. Og enn er það ekki
hernaður, þegar ein dýrategund
ræðst á aðra, jafnvel þótt árás-
irnar séu gerðar af skipulögð-
um flokkum. Það er ekki hern-