Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 32
Brezkur liðsforingi lýsir dvöl sinni
i frönskw sveitaþorpi fyrsta dag-
inn, sem það er laust —
Undan oki Þjóðverja.
Grein úr „The New Statesman and Nation“.
OKRIÐDEEKINN minn bil-
^ aði, er við vorum staddir
1 litlu þorpi í Boeage-héraðinu,
og vegna þess, hversu sóknin
var hröð, urðum við hinir einu
hermenn Bandamanna á þess-
um slóðum í þrjá daga. Við
fengum því frábærilega gott
tækifæri til að athuga, hvemig
Frakkar til sveita tóku frels-
inu fyrst í stað, þar sem ekki
gætti neinna áhrifa setuliðs,
sem vilt gæti manni sýn um
þetta.
Um níu-ieytið var talsvert
mikill ys og þys í þorpinu, á
meðan íbúarnir voru að tínast
heim til sín. Fyrst flýttu menn
sér til sölubúðanna til þess að
líta á, hvað brotið væri af
gluggum þar og þess háttar,
yptu öxlum og brostu í kamp-
inn, en hlupu síðan, til að hafa
uppi á kunningjunum. Menn
skiptust á fréttum. Flestir
höfðu komizt í hann krappann
eða séð eitthvað broslegt ...
þeir komu til okkar, til þess að
líta á skriðdrekann. Ailir heiis-
uðu þeir okkur vingjarnlega,
með handabandi, hverjum um
sig, en tóku síðan að hella yfir
okkur spurningum um sóknina,
sem við gátum auðvitað ekki
svarað. Ég sagði þeim, að ég
væri aðeins liðþjálfi, og að yfir-
boðarar mínir hefði ekki álitið
það nauðsynlegt að ráðfæra sig
við mig um gang sóknarinnar.
En þeir þóttust fullvissir um,
að ég vissi miklu meira, en ég
léti í veðri vaka, og hrósuðu
mér fyrir varasemina.
Allt í einu spurði einhver
um hreppsstjórann, og hópur
manna lagði af stað, til þess
að leita hann uppi. Kona lyf-
salans skýrði þetta fyrir mér:
Þegar Þjóðverjar höfðu hertek-
ið þetta þorp, höfðu þeir æskt
þess, að hreppstjórinn gegndi
störfum sínum eftir sem áður.
Hann hafði fallizt á að gera
það, á meðan samvizka sín
leyfði. Þetta álitu Þjóðverjarn-
ir svo teygjanlegtloforð, að þeir