Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 63
UM SKlÐIN MÍN OG SKlÐIN ÞÍN
61
hirt, ef þau eiga að geta full-
nægt köllun sinni. Hér skal ekki
farið frekar út í þá sálma,
hverskonar umhirðu skíðin
þarfnast — né heldur rætt um
leyndardóma gljábrennslunn-
ar — en það eitt fullyrt, að
venjulega er farið miklu ver
með skíði en t. d. hjólhest eða
tennisspaða, og eru þau þó engu
harðgerðari en þessir hlutir, eða
síður viðkvæm.
Einkenni skíðanna — breizk-
leiki þeirra og styrkur, — mót-
ast af sjálfum efnivið þeirra,
hinu lifandi tré, sem hefir miklu
meiri og undraverðari fjöl-
breytni en t. d. hið harða stál.
-Eðaslög lífsins þagna aldrei
né þverra til fulls í trénu. Það
má róa þau, halda þeim í skef j-
um og aga þau, með viðeigandi
aðgerðum, en við hagfeldar að-
stæður láta þau á sér bæra að
nýju, að sönnu hægt og hljóð-
laust, en þó svo, að það verkar
að síðustu á allt eðli skíðanna,
annaðhvort til góðs eða ills.
Skíðin geta aldrei, frekar en
fiðlan, gleymt því algerlega, að
einu sinni voru þau partur af
lifandi tré. Þau geyma allt af
eitthvað af hinum lifandi frum-
um hins upprunalega meiðs,
búa yfir einhverju af hinum
dularfullu öflum, sem þau
sugu úr lofti eða láði. Það eru
þessir hæfileikar trésins, sem
eru uppistaðan í innsta eðli
þeirra, og þeim eiginleikum,
sem koma í Ijós á langri eða
skammri tilveru. Það er sjaldan
auðvelt að koma auga á þá við
fyrstu sýn, um leið og tréð er
höggvið að rótum eða skíðin
söguð úr stofni þess. Gott og
höfugt efni getur haft það til
að vinda sig eða rifna, sérstak-
lega ef skíðin sæta ekki þeirri
meðferð, sem þeim hentar bezt.
Allir sem reynt hafa skíði úr
ólíkum viðartegundum, vita hve
misjafnlega þau hegða sér und-
ir fótum manna. Skíðamaður-
inn verður að haga sér eftir
þyngd þeirra og sveigjanleika.
Á æskuárum mínum notaði ég
finnsk greni- og furuskíði. Þau
voru mjó og dásamlega sveigj-
anleg og lipur. Það lá í eðli
þeirra að fara létt og liðlega
yfir fannbreiðurnar. Það var
eins og þau væru að hvetja mig
til þess að þjóta áfram. Ég naut
þess að fara á þeim yfir slétt
firnindin. En þegar ég löngu
síðar fór á þeim í fjallaferð,
reyndust þau ónothæf. Annað
brotnaði þversum, er éghoppaði
á því yfir lækjarsprænu. Hitt