Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 36
34
TTRVAIj
ana. Og hinar húsmæðurnar
þar í þorpinu voru harla
hneykslaðar á því, og svo auð-
vitað því líka, að hinir þýzku
foringjar hefðu fengið nógan
og góðan mat, á sama tíma sem
þorpsbúum sjálfum var matur-
inn skammtaður.
En nú tóku ýmsir að gagn-
rýna þessa refsingu og töldu
hana villimennsku. Ef konurn-
ar væru sekar um landráð, bæri
að rannsaka mál þeirra. Annað
væri ekki sæmandi í lýðræðis-
landi. Kona nokkur, skræk-
róma, minnti hitt fólkið á það,
að hinn ungi ,,foringi“ hefði
jafnan verið slæpingi og aldrei
tollað við nokkra vinnu, og
meðan landið hefði verið í
höndum Þjóðverja, hefði hann
aldrei gert annað en að kjafta.
Á meðan þessu fór fram voru
mæðgurnar snoðklipptar og
hakakross málaður á enni
þeirra. Þær voru látnar standa
uppi á stólum, en síðan var
þeim skipað að ganga í kring
um torgið.
Nú var ömmunni þrýst nið-
úr á stólinn, og hinn sjálf-skip-
aði böðull gekk fram með skær-
in. Þrátt fyrir fyrri fyrirskip-
anir mínar, þóttist ég ekki geta
upp á það horft, að hálfsjötug
kona yrði þannig leikin. Með
hægð mjakaði ég mér inn í
miðju áhorfendahringsins, og
tók skærin af unglingnum svo
varfærnislega, sem mér var
unnt.
Gerðist nú nokkur kurr
meðal áhorfenda og mátti bú-
ast við einhverjum vandræðum.
,,Foringinn“ glápti á mig. Nú
er frönskukunnátta mín harla
ófullkomin, en hér var nauðsyn-
legt að gefa skýringu.
„Hún er ákaflega gömul,"
sagði ég alvarlega.
Auðvitað var hún gömul, en.
syndir barnanna eru foreldr-
unum að kenna, eða því, hvern-
ig þau ala börnin upp, og nú
væri það skylda sín, að refsa
gömlu konunni líka, — þetta
held ég að hann hafi sagt.
„Nei,“ svaraði ég, og taldi
nú óhjákvæmilegt, að halda
einhvers konar ræðu. Ég var að'
vona það, að hið glögga,
franska fólk, myndi komast að
meiningunni, þó að málið yrði
ekki fullkomið hjá mér. Ég
rita ræðuna hér, eins og ég
flutti hana, og án þess að leit-
ast við að leiðrétta þær mis-
fellur, sem á henni kunna að
vera:
„Le guerre,“ tók ég til málst.