Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 46
-14
TJKVAL
leiðbeina honum eða hjáipa á
nokkurn hátt.
,,Já, dómari, það er svona,“
byrjaði hann. „Ég fór á fætur
um morguninn, og fékk lánaða
byssu hjá Sam Winson. Ég
ætlaði á kanínuskyttirí. Ef
Sam væri hérna, mundi hann
segja ykkur, að ég segi satt.
Svo fór ég á stað og þá sá ég
þessa konu vera að taka upp
kartöflur. Ég hafði séð hana
einu sinni eða tvisvar áður, og
hún hafði sagt mér, að sig
langaði í hring, sem ég átti.
Ég gekk til hennar og sýndi
henni hringinn og við töluðum
saman dálitla stund. Svo spurði
ég hana að því, og hún leit í
kringum sig og sagði já ... “
Það kvað við skot. Bóndinn
hafði í einu vetfangi dregið
upp skammbyssu og hleypt af.
Áheyrendur gerðu uppþot og
varðmennirnir tóku að beita
bareflunum. Tveir þeirra
stukku á bóndann og afvopn-
uðu hann.
Kviðdómendurnir, bóndinn
og sakborningurinn voru flutt-
ir út úr salnum, og það leið
hálf klukkustund, áður en ró
var komin á í salnum aftur.
Ég fór til að ná tali af Roose-
velt. Verjendurnir voru hjá
honum. „Þetta sagði ég,“ mælti
annar þeirra. „Þegar rétturinn
verður settur aftur ætla ég að
ljúka málinu.“
„Nei, herra,“ andmælti
Roosevelt. „Ég var ekki nærri
búinn. Ég á eftir að segja mik-
ið ennþá.“
„Alveg rétt hjá þér, Roose-
velt“, sagði ég. „Vertu alveg
óhræddur við þá. Segðu þeim
allt af létta.“
Þegar réttarhöldin byrjuðu
aftur, bar verjandinn fram af-
sakanir sínar og skýrði enn
frá því, að hann hefði hvatt
sakborning til að láta alla vöm
falla niður. Því næst var
Roosevelt aftur leiddur upp
í vitnastúkuna, umkringdur
vopnuðum varðmönnum. Það
ríkti dauðaþögn á meðan hann
lauk við sögu sína um við-
skiptin við konuna, sem fengu
skjótan endi, vegna þess' að
„einhverjar konur fóru að
kalla á hana.“
Svo hófst yfirheyrzlan. „Úr
því að þú framdir ekki neinn
glæp,“ spurði hinn opinberi
ákærandi, „hversvegna hljópstu
þá eins og skelfdur hundur,
þegar þeir fundu þig þama
úti á akrinum?"
„Ég sá marga menn koma