Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 104
102
URVAL
óskaddað lengur en í viku.
Skömmu eftir 1930 fram-
kvæmdi dr. Yudin í Moskvu
umfangsmiklar tilraunir, sem
loks báru þann árangur, að
hægt var að geyma blóð
óskemmt í 35 daga.
Árið 1937 opnaði Cook-
sjúkrahúsið í Chicago fyrsta
,,blóðbankann“, sem starfaði
með bankafyrirkomulagi. Sjúkl-
ingur sem þarfnaðist blóðgjaf-
ar, fékk hana, en síðan greiddu
vinir eða ættingjar hans „bank-
anum“ með .blóðgjöfum. Blóð
úr öllum flokkum var þannig
alltaf við hendina og þörfin á
blóðgjafasveitunum minnkaði
stórum.
Sönnun fyrir gildi þessa
geymda eitratblóðs fékkst í
spænsku borgarastyrjöldinni.
Læknar voru forviða að sjá,
hvernig treysta mátti óbreytt-
um hjúkrunarmönnum til blóð-
gjafa, ef á þurfti að halda.
1936 komu fram skýrslur um
nytsemi blóðplasma. Plasmað
fæst með því að hella blóði í
þar til gerða skilvindu, sem
snýst, þar til rauðu og hvítu
blóðfrumurnar hafa setzt til
botns, en síðan er plamsað veitt
ofan af. Árið 1940 var farið að
þurrka plamsað, en þannig
verður það miklu handhægara
við flutning og geymslu.
Fyrir fjórum árum, meðan
loftárásirnar á London stóðu
sem hæst, fór ameríski Rauði
krossinn að nota plasma í stór-
um stíi. Þegar særðum mönn-
um hélt stöðugt áfram að f jölga
og lyfjabirgðirnar þurru óðum,
sneru Bretar sér til Bandaríkj-
anna og báðu þá um plasma,
bæði fljótandi og þurrkað.
Snemma á árinu 1941 var
hafizt handa um blóðsöfnun
um öll Bandaríkin. Síðan hafa
verið gefnar um tvær og hálf
milljón lítra.
En í sögunni um undramátt
blóðsins á plasmað aðeins lít-
inn þátt. Árið 1940 fólu ýmsar
stofnanir í Bandaríkjunum,
meðal þeirra Rauði krossinn,
hinum fræga lífefnafræðingi dr.
Edwin J. Cohn að stjórna stór-
felldum rannsóknum á þessu
svioi. Cohn og aðstoðarmenn
hans einbeittu sér í fyrstu að
því að leysa í sundur efnin í
plasmanu og leita að eiginleik-
um þeirra hvers fyrir sig.Fyrsti
sýnilegi og velheppnaði árang-
urinn var serum-albumin, —
nýtt, fast blóðefni, er hefir sömu
læknandi áhrif á taugaáfall,
sem stafar af sárum, eins og