Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 22
20
XjRVAL
við okkur er, að frá þeim höf-
um við fengið efni, sem geymt
hefir bókmenntir þúsunda ára.
Orðið pergament er runnið frá
borginni Pergamum í Litlu-
Asíu, en þar var um tvöhundr-
uð árum fyrir Krists burð unn-
ið vandað skinn, sem ætlað var
til þess að skrifa á. Sagan
segir, að konungurinn í Perga-
mum hafi byggt bókasafn, sem
var eitt af undrum veraldar.
Hann og skrifarar hans fundu
upp sérstaka aðferð við að
ganga þannig frá skinninu, að
hægt var að rita á það báðum
megin og á þann hátt urðu til
bækur eða bindi, eins og við
þekkjum, með hægri og vinstri
handar síðum.
Á pergamentbókum er varð-
veitt næstum allt, sem geymzt
hefir okkur af grískum og lat-
neskum bókmenntum, og mest
af því, sem skrifað hefir verið
í hinum kristna heimi í fjórtán
aldir. Skrifarar afrituðu á seigt
pergament gömul listaverk, sem
þeir fundu og höfðu verið rit-
uð á sefpappír (papyrus), en
hann var ekki nærri eins end-
ingargott efni. Þessir skrifarar
voru venjulega munkar og
prestar, sem lifðu og unnu í
klaustrum, er í margar aldir
voru öruggustu staðirnir fyrir
menntamenn. Flestir skrifar-
anna höfðu auðvitað mestan
áhuga á kirkjulegum ritning-
um, biblíunni og öðrum helgum
ritum, sem voru þeim heilög.
Sumir þessara munka voru á
laun hrifnir af heiðnum, það
er að segja ókristnum, bók-
menntum. Margir þeirra höfðu
ást á því, að gera bækurnar
listavel úr garði, og eyddu
miklum tíma í að skreyta og
lýsa textann. 1 listasöfnum og
bókasöfnum eru skrautleg
sýnishorn af verkum þeirra,
hinum miklu upphafsstöfum,
sem eru greyptir gulli, og lit-
irnir eru eins skínandi og þeir
hefðu verið málaðir í gær.
Stunaum skorti munkana,
sem voru fátækir náungar, nýtt
pergament. En gamalt perga-
ment, sem þegar hafði verið
skrifað á, var til í klaustrunum
eða hægtaðfáþaðkeyptámark-
aði. Hægt var að hreinsa burt
skriftina af því og rita á það
að nýju. Munkarnir skófu oft út
heiðnar bókmenntir og notuðu
pergamentið í annað sinn í
bækur um kristileg efni. Stund-
um var útsköfunin ekki alger,
svo að vísindamönnum hefir
tekizt, með því að meðhöndla