Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 132
Til lesendanna
||KRIÐJA árgangi Úrvals lýkur með þessu hefti. Líklegt
lllr er, að árið, sem nú fer í hönd, verði viðburðaríkt.
Flestir, sem þess þykja umkomnir, spá því, að styrjöld-
inni í Evrópu muni ljúka á árinu.
Það er ekki IJrvals að leiða getum að þeirri gjörbreyt-
ingu, sem endalok styrjaldarinnar muni valda í lífi okkar
hér á íslandi, en hitt dylst ekki, að fram undan eru ein-
hverjir örlagaríkustu tímar, sem gengið hafa yfir þjóðina.
Stórkostleg nýsköpun er fyrirhuguð í atvinnulífi þjóðar-
innar, kaupa skal ný skip, nýjar landbúnaðarvélar, reisa
nýjar verksmiðjur, orkuver og efla hverskonar iðnað,
einkum þann, sem byggir á innlendum hárefnum. En afl
þeirra athafna er ekki aðeins peningar, það er engu síður
vísindi og tækni. Öllum virðist nú ljóst, að ef nýsköpunin
á að lánast, verður að taka reynsluvísindi nútímans í þjón-
ustu hennar. Fyrirhugað er að reisa rannsóknarstofnun í
þágu landbúnaðarins, búna nýjustu rannsóknartækjum.
Háskólinn eflir verkfræðideild sína og innan skamms mun
hann útskrifa fyrstu byggingaverkfræðingana. Ungir menn
leita til útlanda til vísindanáms í verklegum fræðum og
aðrir, sem lokið hafa námi, hverfa heim. Á meginlandi
Evrópu og Norðurlöndum bíða ungir vísindamenn með
óþreyju eftir að komast heim, og allir eru á einu máli um,
að nægileg verkefni bíði þessara manna. Byggingamála-
ráðstefna er haldin í Reykjavík, þar sem byggingafróðir
menn ræða ástandið í byggingamálum þjóðarinnar, fram-
tíðarþarfir hennar í þeim efnum og ýmsar hliðar bygginga-
málanna. Islenzkir vísindamenn framkvæma rannsóknir á
mataræði og heilsufari landsmanna. Allt ber þetta vott
um vorhug og stórhug, sem mikils má af vænta.
Úrval fagnar því að geta átt einhvem þátt í að flytja
lesendum sínum hið helzta, sem sagt er og skrifað um
þessi mál, jafnframt því, sem það hefir vakandi auga á
því, sem skrifað er um samskonar mál í erlend tímarit
og bækur.
Framhald innan á kápurmi.