Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 64
62
TJRVAL
var lengi í eigu minni sem
menjagripur um ógleymanleg-
ar Jcappraunir á skólaárunum,
unz því var fórnað á altari log-
ans. Þegar svo fór að líða lengri
tími milli skíðaferða og þær
urðu að langferðum upp um
fjöll og firnindi, reyndist mér
heppilegast að nota breiðari en
styttri skíði, og þá helzt úr
birki. Ef til vill hefir hraðinn
minnkað eitthvað við þessi um-
skipti, en rennslið varð lipurt,
gangurinn þægilegur, og þó
bar af, hversu þessi skíði voru
meðfærilegri í skóglendi. Það
er engum vafa undirorpið, að
góð birkiskíði hafa marga
ágæta kosti. Þau eru í senn létt
og sterk, krefjast lítillar orku.
Hinsvegar eru þau allnæm fyrir
breytingum í veðurfari og færi
og það þarf að hirða þau vel
og gljábrenna þau oft, ef þau
eiga að endast lengi. Björkin
er dásamlegt efni, ef hún er
beztu tegundar, en stundum er
hún hrekkjótt og hún á örðugt
með að sætt sig við þann aga
sem skíði þurfa að hafa. Eski-
skíðin þekki ég ekki af eigin
raun, en mér er sagt að þau
séu létt, þétt í sér og renni
vel.
Að lokum fetaði ég svo í fót-
spor flestra annara skíðamanna
nú á dögum og fékk mér skíði
úr hickory, sannfærður um að
þau væru tryggust og bezt í
fjallgöngur. Þetta er almennt
álit manna, en hvort það hefir
við rök að styðjast læt ég ósagt.
Ég hefi, fyrir mitt leyti, séð
fleiri brotin hickoryskíði en
birkiskíði. Og það er áreiðan-
legt, að þau verða að vera
þykkari en birkiskíðin, en það
gerir þau ekki eingöngu þyngri,
heldur virðist það einnig draga
úr rennsli þeirra. Hins vegar
hafa þau marga kosti, sem
stafa fyrst og fremst af því, að
hið harða efni þeirra er ó-
næmara en aðrar viðartegund-
ir. Á þessum skíðum eru menn
því ekki eins háðir færi eins og
t. d. á birkiskíðum og það er
ekki nálægt því eins vandfarið
með þau. Á langferðum, þar sem
meira er komið undir öryggi en
hraða, eru þau því vafalaust
hentugustu skíðin, og þegar
menn á annað borð eru orðnir
vanir þunga þeirra og stirfni
eiga þeir örðugt með að nota
önnur skíði. Þau verða tryggir
vinir, sem mikið má á leggja
án þess þó að ofbjóða, og sem
hægt er að treysta jafnvel á
örðugasta hjallanum.