Úrval - 01.12.1944, Side 64

Úrval - 01.12.1944, Side 64
62 TJRVAL var lengi í eigu minni sem menjagripur um ógleymanleg- ar Jcappraunir á skólaárunum, unz því var fórnað á altari log- ans. Þegar svo fór að líða lengri tími milli skíðaferða og þær urðu að langferðum upp um fjöll og firnindi, reyndist mér heppilegast að nota breiðari en styttri skíði, og þá helzt úr birki. Ef til vill hefir hraðinn minnkað eitthvað við þessi um- skipti, en rennslið varð lipurt, gangurinn þægilegur, og þó bar af, hversu þessi skíði voru meðfærilegri í skóglendi. Það er engum vafa undirorpið, að góð birkiskíði hafa marga ágæta kosti. Þau eru í senn létt og sterk, krefjast lítillar orku. Hinsvegar eru þau allnæm fyrir breytingum í veðurfari og færi og það þarf að hirða þau vel og gljábrenna þau oft, ef þau eiga að endast lengi. Björkin er dásamlegt efni, ef hún er beztu tegundar, en stundum er hún hrekkjótt og hún á örðugt með að sætt sig við þann aga sem skíði þurfa að hafa. Eski- skíðin þekki ég ekki af eigin raun, en mér er sagt að þau séu létt, þétt í sér og renni vel. Að lokum fetaði ég svo í fót- spor flestra annara skíðamanna nú á dögum og fékk mér skíði úr hickory, sannfærður um að þau væru tryggust og bezt í fjallgöngur. Þetta er almennt álit manna, en hvort það hefir við rök að styðjast læt ég ósagt. Ég hefi, fyrir mitt leyti, séð fleiri brotin hickoryskíði en birkiskíði. Og það er áreiðan- legt, að þau verða að vera þykkari en birkiskíðin, en það gerir þau ekki eingöngu þyngri, heldur virðist það einnig draga úr rennsli þeirra. Hins vegar hafa þau marga kosti, sem stafa fyrst og fremst af því, að hið harða efni þeirra er ó- næmara en aðrar viðartegund- ir. Á þessum skíðum eru menn því ekki eins háðir færi eins og t. d. á birkiskíðum og það er ekki nálægt því eins vandfarið með þau. Á langferðum, þar sem meira er komið undir öryggi en hraða, eru þau því vafalaust hentugustu skíðin, og þegar menn á annað borð eru orðnir vanir þunga þeirra og stirfni eiga þeir örðugt með að nota önnur skíði. Þau verða tryggir vinir, sem mikið má á leggja án þess þó að ofbjóða, og sem hægt er að treysta jafnvel á örðugasta hjallanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.