Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 116
CHARLES ROBERT DARWIN
(1809—1882).
þ AÐ er haft eftir Pascal, að
gjörvallur heimurinn hafi
breytt um svip, vegna þess
hvernig nefið á Kleopotru var
lagað. Tvö þúsund árum síðar
munaði minnstu að lögun ann-
ars nefs gjörbreytti svip mann-
kynssögunnar. Haustið 1831
var tuttugu og tveggja ára
gamall guðfræðistúdent, Char-
les Darwin að nafni, í þann
veginn að sigla með Beagle,
skipi hans hátignar, sem ólaun-
aður náttúrufræðingur. En
Fitzroy, skipherra á Beagle, var
1 vafa um, hvort hann ætti að
taka Darwin með í förina, þvi
að honum leizt þannig á nef
hins unga manns, að hann áleit
hann „hvorki hafa hæfileika
né dugnað“ til bess að geta orð-
jð góður vísindamaður.
Ef Ðarwin hefði aldrei siglt
með Beagle, niyndi hann að
öllum líkindum hafa orðið
prestur og vísindin hefðu verið
svift einu af aldahvarfarit-
um sínum -— sögunni um
framþróun mannkynsins. En
til allrar hamingju skipti Fitz-
roy skipherra um skoðun, að
því er snerti nef Darwins, og
honum var leyft að sigla með
Beagle.
Og þannig komst hinn ungi
guðfræðinemi út í nýstár-
leg trúaræfintýri. Hann tók að
rannsaka og þýða orð guðs eins
og það er skráð í ritningu líf-
veranna. I stað þess að fræðast
um guð 1 guðfræðikennslustof-
unni, .helgaði hann sig nú mann-
fræðinni og fræddist um mann-
inn. Og það var köllun hans
alla. ævi að skýra samferða-
mönnum frá hinni mikilfeng-
legu þróunarför þeirra, neðan
úr djúpunum og upp á við.
II.
Darwin fæddist í Shrewsbury
á Englandi, sama daginn og
Abraham Lincoln (12. febrúar
1809) — og þessi tilviljun olli
því, að einn ævisagnaritari
t^ldi hann „lausnara manns-